Kostnaðarþátttaka ríkisins vegna gleraugna fyrir börn aukin úr 30 í 70 milljónir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. maí 2021 14:33 Ásmundur segir börn eiga að geta notið sömu gæða óháð fjárhagsstöðu foreldra. Foreldrar fjögurra ára barns með +3.0 sjónskerðingu á báðum augum fengu áður 7.000 krónur endurgreiddar vegna gleraugnakaupa árlega en mun frá og með 1. júní næstkomandi fá 20.000 krónur tvisvar á ári. Þá tekur gildi ný reglugerð um endurgreiðslur vegna kaupa á sjónglerjum og snertilinsum. Það er Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnaskerðingu sem sér um endurgreiðslurnar en þetta er í fyrsta sinn frá 2005 sem kostnaðarþátttaka ríkisins hefur verið endurskoðuð. Foreldrar barna sem þurfa gleraugu hafa löngum bent á það misræmi sem hefur verið í kostnaðarþátttöku ríkisins í heyrnartækjum annars vegar og gleraugum hins vegar. Heyrnatæki barna hafa verið endurgreidd að fullu en þátttaka í gleraugnakostnaði numið nokkrum þúsundum króna. Þetta skiptir marga miklu máli, þar sem gleraugu eru dýr og sjón barna fljót að breytast. Sérstök áhersla lögð á yngsta hópinn „Þetta hefur ekki verið endurskoðað í sextán ár og það var kominn tími til að stíga þetta skref,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. „Í mínum huga er það þannig að þegar svona er, að börn þarfnast gleraugna, þá á hið opinbera að taka þátt í því,“ segir hann. Ekki sé um að ræða lokaskref, heldur fyrsta skref í átt að fullri greiðsluþátttöku. Samkvæmt gömlu gjaldskránni var verið að endurgreiða frá 3.500 til 7.500 krónur á gler eftir styrkleika, misoft eftir aldri barnsins. Nú verður „gjaldskráin“ einfölduð og endurgreiðslur nema 10.000 til 20.000 krónur fyrir hefðbundin gler. Ásmundur segir að sérstök áhersla sé lögð á að bæta í hjá yngsta aldurshópnum en til viðbótar við dæmið hér fyrir ofan má til dæmis nefna að foreldrar níu ára barns sem þarfnast gleraugna sem eru +5.0 að styrk fengu áður 8.000 krónur annað hvert ár en fá núna 15.000 krónur árlega. Þá geta fullorðnir sem eru með ákveðna augnsjúkdóma nú fengið 50.000 krónur endurgreiddar þriðja hvert ár vegna margskiptra glerja en fengu áður 27.000 krónur. Aðgerð í þágu jöfnuðar Samhliða gildistöku reglugerðarinnar verður framlag til málaflokksins aukið úr 30 milljónum í 70 milljónir. Ásmundur segir afgreiðslu málsins hafa tekið sinn tíma þar sem ekki sé um einskiptisfjárframlag að ræða, heldur varanlega aukningu. Hann segist ekki kunna á því skýringar hvers vegna heyrnatækin hafi verið endurgreidd að fullu en gleraugun ekki. „Í mínum huga þá er hvoru tveggja afar mikilvægt þroska barnsins,“ segir hann. „Ef við ætlum að auka jöfnuð í samfélaginu þá gerum við það líka í gegnum svona aðgerðir, hvort sem það er stuðningur sem einstaklingur þarf til að jafna leikinn eða aðrir þættir eins og tómstundir og íþróttir. Þeim mun meiri jöfnuð sem við tryggjum meðal barnanna okkar, því sterkara verður samfélagið til lengri tíma.“ Börn og uppeldi Félagsmál Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Þá tekur gildi ný reglugerð um endurgreiðslur vegna kaupa á sjónglerjum og snertilinsum. Það er Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnaskerðingu sem sér um endurgreiðslurnar en þetta er í fyrsta sinn frá 2005 sem kostnaðarþátttaka ríkisins hefur verið endurskoðuð. Foreldrar barna sem þurfa gleraugu hafa löngum bent á það misræmi sem hefur verið í kostnaðarþátttöku ríkisins í heyrnartækjum annars vegar og gleraugum hins vegar. Heyrnatæki barna hafa verið endurgreidd að fullu en þátttaka í gleraugnakostnaði numið nokkrum þúsundum króna. Þetta skiptir marga miklu máli, þar sem gleraugu eru dýr og sjón barna fljót að breytast. Sérstök áhersla lögð á yngsta hópinn „Þetta hefur ekki verið endurskoðað í sextán ár og það var kominn tími til að stíga þetta skref,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. „Í mínum huga er það þannig að þegar svona er, að börn þarfnast gleraugna, þá á hið opinbera að taka þátt í því,“ segir hann. Ekki sé um að ræða lokaskref, heldur fyrsta skref í átt að fullri greiðsluþátttöku. Samkvæmt gömlu gjaldskránni var verið að endurgreiða frá 3.500 til 7.500 krónur á gler eftir styrkleika, misoft eftir aldri barnsins. Nú verður „gjaldskráin“ einfölduð og endurgreiðslur nema 10.000 til 20.000 krónur fyrir hefðbundin gler. Ásmundur segir að sérstök áhersla sé lögð á að bæta í hjá yngsta aldurshópnum en til viðbótar við dæmið hér fyrir ofan má til dæmis nefna að foreldrar níu ára barns sem þarfnast gleraugna sem eru +5.0 að styrk fengu áður 8.000 krónur annað hvert ár en fá núna 15.000 krónur árlega. Þá geta fullorðnir sem eru með ákveðna augnsjúkdóma nú fengið 50.000 krónur endurgreiddar þriðja hvert ár vegna margskiptra glerja en fengu áður 27.000 krónur. Aðgerð í þágu jöfnuðar Samhliða gildistöku reglugerðarinnar verður framlag til málaflokksins aukið úr 30 milljónum í 70 milljónir. Ásmundur segir afgreiðslu málsins hafa tekið sinn tíma þar sem ekki sé um einskiptisfjárframlag að ræða, heldur varanlega aukningu. Hann segist ekki kunna á því skýringar hvers vegna heyrnatækin hafi verið endurgreidd að fullu en gleraugun ekki. „Í mínum huga þá er hvoru tveggja afar mikilvægt þroska barnsins,“ segir hann. „Ef við ætlum að auka jöfnuð í samfélaginu þá gerum við það líka í gegnum svona aðgerðir, hvort sem það er stuðningur sem einstaklingur þarf til að jafna leikinn eða aðrir þættir eins og tómstundir og íþróttir. Þeim mun meiri jöfnuð sem við tryggjum meðal barnanna okkar, því sterkara verður samfélagið til lengri tíma.“
Börn og uppeldi Félagsmál Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira