Fótbolti

Þetta var búið áður en þetta byrjaði

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Emma Hayes, þjálfari Chelsea.
Emma Hayes, þjálfari Chelsea. Fran Santiago/Getty Images,

Emma Hayes, þjálfari Chelsea, var hálf buguð þegar hún mætti í viðtal eftir 4-0 tap gegn Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

„Þetta er búið að vera frábært tímabil hjá okkur. Leikurinn í dag var erfiður því hann var einfaldlega búinn áður en hann byrjaði og það er mjög erfitt svona eftir á,“ sagði Hayes en Chelsea var lent undir eftir innan við tvær mínútur.

„Að fá á sig mark svona snemma, við fengum svo tvö fín færi en þær skora aftur með marki úr vítaspyrnu.“

„Markvörðurinn okkar þarf ekki að verja skot en við töpum 4-0, skaðinn var skeður. Ég er stolt af frammistöðunni í síðari hálfleik, leikmennirnir gáfu allt sem þeir áttu.“

„Óska Barcelona til hamingju. Þær eru verðugir sigurvegarar, eiga titilinn skilið og þetta er eitthvað sem við munum læra af. Þetta er næsta skref og við vorum barnalegar á köflum í kvöld,“ sagði Emma Hayes að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×