Fótbolti

Ólafur hefði verið rekinn sama hvað

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ólafur Kristjánsson hefði ekki fengið að halda vinnunni þó að hann hefði stýrt liðinu upp um deild.
Ólafur Kristjánsson hefði ekki fengið að halda vinnunni þó að hann hefði stýrt liðinu upp um deild. Jan Christensen / FrontzoneSport via Getty Images

Ólafi Kristjánssyni var sagt upp störfum hjá Esbjerg í vikunni eftir að ljóst varð að liðið myndi ekki vinna sér inn sæti í dönsku úrvalsdeildinni. Eigendur félagsins hafa nú sagt að Ólafur hefði verið látið taka pokann sinn þó að hann færi upp með liðið.

Paul Conway er talsmaður nýrra amerískra eigenda Esbjerg, og hann greindi frá þessu í samtali við danska miðilinn jv.dk.

„Hann passaði ekki inn í þann leikstíl sem við viljum spila,“ sagði Conway fyrir leik liðsins gegn Viborg í gær. „Þannig að já, hann hefði verið látinn fara þó að við færum upp.“

Esbjerg væntir þess að ráða arftaka Ólafs á næstu tíu dögum, en Ólafur Kristjánsson þarf að fara að leita sér að nýju verkefni.


Tengdar fréttir

Ólafur rekinn frá Esbjerg

Ólafur Kristjánsson hefur verið sagt upp störfum hjá danska B-deildarfélaginu Esbjerg en félagið staðfesti þetta í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.