Fótbolti

Segja að Zi­da­ne ætli sér að stíga til hliðar að tíma­bilinu loknu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Zinedine Zidane virðist ekki ætla að stýra Real Madrid á næstu leiktíð.
Zinedine Zidane virðist ekki ætla að stýra Real Madrid á næstu leiktíð. Getty/David S. Bustamante

Samkvæmt heimildum vefmiðilsins Goal mun Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, stíga til hliðar að tímabilinu loknu.

Gengi Real hefur verið undri væntingum á leiktíðinni en liðið á samt sem áður enn möguleika á því að vinna La Liga, spænsku úrvalsdeildina í knattspyrnu. Til þess að það gerist þarf samt allt að ganga upp.

Real sló Englandsmeistara Liverpool út í Meistaradeild Evrópu en datt svo út gegn Chelsea í undanúrslitum.

Samkvæmt heimildum Goal mun Zidane hafa sagt leikmönnum sínum þetta eftir svekkjandi 2-2 jafntefli Real gegn Sevilla um síðustu helgi. Zidane hefur áður hætt sem þjálfari Real en hann stýrði liðinu frá 2016 til 2018 og tók svo aftur við árið 2019.

Real er sem stendur í 2. sæti La Liga með 78 stig, tveimur minna en topplið Atlético Madrid þegar tvær umferðir eru eftir.

Leikur Real gegn Athletic Bilbao verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 16.25 í dag. Lærisveinar Zidane þurfa sigur til að halda vonum sínum á að vinna La Liga annað árið í röð á lífi.

Væri það annar deildartitill liðsins undir stjórn Zidane en liðið hefur unnið Meistaradeild Evrópu þrívegis, Ofurbikar Evrópu tvisvar og HM félagsliða þrisvar.


Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.