„Alveg þess virði og nauðsynlegt að reyna þetta" Birgir Olgeirsson skrifar 14. maí 2021 23:03 Hér má sjá varnargarðinn sem reisa á vestanmegin á svæðinu. Vísir/Arnar Ekki er víst að varnargarðar, sem byrjað var að reisa ofan við Nátthaga nótt, muni duga til að koma í veg fyrir að hraun renni yfir Suðurstrandaveg. Einn af hönnuðum garðanna segir framkvæmdina mikilvæga tilraun sem vert sé að reyna. Hraunflæði hefur að mestu verið til norðausturs í Meradali en hluti rennur inn á svæði sem kallað hefur verið Nafnlausidalur en er í raun syðsti hluti Meradala. Byrjað var að hanna varnargarða tveimur vikum áður en gos hófst í Geldingadölum 19. mars síðastliðinn. Óttast var að hraun myndi renna í Nátthaga og ætti þá greiða leið yfir ljósleiðara og Suðurstrandaveg, sem eru afar mikilvægir innviðir fyrir Grindavík og nágrannabyggðir á Suðurnesjum. Reisa á tvo garða til að þvera skörð í Meradölum og varna því að gosið fari í Nátthaga. Er vonast til að þannig megi halda hraunflæðinu í núverandi mynd og það renni síðan til austurs. Áætlað er að ljúka verkinu á þremur til fjórum dögum. Garðarnir verða í fjögurra metra hæð fyrst um sinn en hönnunin gerir ráð fyrir að hækka megi þá um fjóra metra til viðbótar. Ari Guðmundsson, verkfræðingur hjá Verkís, kom að hönnun garðanna ásamt fleiri verkfræðingum hjá Verkís. Hann segir reynsluna hafa sýnt erlendis og í Vestmannaeyjagosinu að hraun getur verið hærra aftan við varnargarðana en þeir samt skilað tilætluðum árangri. „En við munum fylgjast vel með þróuninni og hækka þá ef þurfa þykir,“ segir Ari. En hverjar telur hann líkurnar á að þetta virki? „Þetta er alveg þess virði og nauðsynlegt að reyna þetta. Suðurstrandavegurinn er mikilvægur fyrir svæðið og við vinnum okkur inn töluverðan tíma með því að beina rennslinu í Merardali. Það er alveg þess virði,“ segir Ari. Óvænt breyting varð á hraunrennslinu í gær sem gerði það að verkum að hraunkanturinn nálgaðist svæðið í Nafnlausdalnum mun hraðar en áður. Var þá rokið af stað með vinnuvélar á svæðið og nóttin nýtt til að koma verkinu af stað. Þó gosið hafi tekið miklum breytingum frá því það hófst í mars segir Ari að það hafa haldist í takt við þau hraunlíkön sem voru notuð til að spá fyrir framþróun þess. Í Vestmannaeyjagosinu var vatnskælingu beitt til að reyna að hemja hraunrennslið. Ari segir ekki standa til að beita slíkri aðferð í þetta skiptið. „Nei, það voru varnargarðar þar líka sem skiluðu árangri og fór ekki eins hátt í fréttum. Hér komumst við ekki í vatn en fyrst og fremst voru það varnargarðarnir sem skiluðu árangri.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Hraunflæði hefur að mestu verið til norðausturs í Meradali en hluti rennur inn á svæði sem kallað hefur verið Nafnlausidalur en er í raun syðsti hluti Meradala. Byrjað var að hanna varnargarða tveimur vikum áður en gos hófst í Geldingadölum 19. mars síðastliðinn. Óttast var að hraun myndi renna í Nátthaga og ætti þá greiða leið yfir ljósleiðara og Suðurstrandaveg, sem eru afar mikilvægir innviðir fyrir Grindavík og nágrannabyggðir á Suðurnesjum. Reisa á tvo garða til að þvera skörð í Meradölum og varna því að gosið fari í Nátthaga. Er vonast til að þannig megi halda hraunflæðinu í núverandi mynd og það renni síðan til austurs. Áætlað er að ljúka verkinu á þremur til fjórum dögum. Garðarnir verða í fjögurra metra hæð fyrst um sinn en hönnunin gerir ráð fyrir að hækka megi þá um fjóra metra til viðbótar. Ari Guðmundsson, verkfræðingur hjá Verkís, kom að hönnun garðanna ásamt fleiri verkfræðingum hjá Verkís. Hann segir reynsluna hafa sýnt erlendis og í Vestmannaeyjagosinu að hraun getur verið hærra aftan við varnargarðana en þeir samt skilað tilætluðum árangri. „En við munum fylgjast vel með þróuninni og hækka þá ef þurfa þykir,“ segir Ari. En hverjar telur hann líkurnar á að þetta virki? „Þetta er alveg þess virði og nauðsynlegt að reyna þetta. Suðurstrandavegurinn er mikilvægur fyrir svæðið og við vinnum okkur inn töluverðan tíma með því að beina rennslinu í Merardali. Það er alveg þess virði,“ segir Ari. Óvænt breyting varð á hraunrennslinu í gær sem gerði það að verkum að hraunkanturinn nálgaðist svæðið í Nafnlausdalnum mun hraðar en áður. Var þá rokið af stað með vinnuvélar á svæðið og nóttin nýtt til að koma verkinu af stað. Þó gosið hafi tekið miklum breytingum frá því það hófst í mars segir Ari að það hafa haldist í takt við þau hraunlíkön sem voru notuð til að spá fyrir framþróun þess. Í Vestmannaeyjagosinu var vatnskælingu beitt til að reyna að hemja hraunrennslið. Ari segir ekki standa til að beita slíkri aðferð í þetta skiptið. „Nei, það voru varnargarðar þar líka sem skiluðu árangri og fór ekki eins hátt í fréttum. Hér komumst við ekki í vatn en fyrst og fremst voru það varnargarðarnir sem skiluðu árangri.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira