„Alveg þess virði og nauðsynlegt að reyna þetta" Birgir Olgeirsson skrifar 14. maí 2021 23:03 Hér má sjá varnargarðinn sem reisa á vestanmegin á svæðinu. Vísir/Arnar Ekki er víst að varnargarðar, sem byrjað var að reisa ofan við Nátthaga nótt, muni duga til að koma í veg fyrir að hraun renni yfir Suðurstrandaveg. Einn af hönnuðum garðanna segir framkvæmdina mikilvæga tilraun sem vert sé að reyna. Hraunflæði hefur að mestu verið til norðausturs í Meradali en hluti rennur inn á svæði sem kallað hefur verið Nafnlausidalur en er í raun syðsti hluti Meradala. Byrjað var að hanna varnargarða tveimur vikum áður en gos hófst í Geldingadölum 19. mars síðastliðinn. Óttast var að hraun myndi renna í Nátthaga og ætti þá greiða leið yfir ljósleiðara og Suðurstrandaveg, sem eru afar mikilvægir innviðir fyrir Grindavík og nágrannabyggðir á Suðurnesjum. Reisa á tvo garða til að þvera skörð í Meradölum og varna því að gosið fari í Nátthaga. Er vonast til að þannig megi halda hraunflæðinu í núverandi mynd og það renni síðan til austurs. Áætlað er að ljúka verkinu á þremur til fjórum dögum. Garðarnir verða í fjögurra metra hæð fyrst um sinn en hönnunin gerir ráð fyrir að hækka megi þá um fjóra metra til viðbótar. Ari Guðmundsson, verkfræðingur hjá Verkís, kom að hönnun garðanna ásamt fleiri verkfræðingum hjá Verkís. Hann segir reynsluna hafa sýnt erlendis og í Vestmannaeyjagosinu að hraun getur verið hærra aftan við varnargarðana en þeir samt skilað tilætluðum árangri. „En við munum fylgjast vel með þróuninni og hækka þá ef þurfa þykir,“ segir Ari. En hverjar telur hann líkurnar á að þetta virki? „Þetta er alveg þess virði og nauðsynlegt að reyna þetta. Suðurstrandavegurinn er mikilvægur fyrir svæðið og við vinnum okkur inn töluverðan tíma með því að beina rennslinu í Merardali. Það er alveg þess virði,“ segir Ari. Óvænt breyting varð á hraunrennslinu í gær sem gerði það að verkum að hraunkanturinn nálgaðist svæðið í Nafnlausdalnum mun hraðar en áður. Var þá rokið af stað með vinnuvélar á svæðið og nóttin nýtt til að koma verkinu af stað. Þó gosið hafi tekið miklum breytingum frá því það hófst í mars segir Ari að það hafa haldist í takt við þau hraunlíkön sem voru notuð til að spá fyrir framþróun þess. Í Vestmannaeyjagosinu var vatnskælingu beitt til að reyna að hemja hraunrennslið. Ari segir ekki standa til að beita slíkri aðferð í þetta skiptið. „Nei, það voru varnargarðar þar líka sem skiluðu árangri og fór ekki eins hátt í fréttum. Hér komumst við ekki í vatn en fyrst og fremst voru það varnargarðarnir sem skiluðu árangri.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Hraunflæði hefur að mestu verið til norðausturs í Meradali en hluti rennur inn á svæði sem kallað hefur verið Nafnlausidalur en er í raun syðsti hluti Meradala. Byrjað var að hanna varnargarða tveimur vikum áður en gos hófst í Geldingadölum 19. mars síðastliðinn. Óttast var að hraun myndi renna í Nátthaga og ætti þá greiða leið yfir ljósleiðara og Suðurstrandaveg, sem eru afar mikilvægir innviðir fyrir Grindavík og nágrannabyggðir á Suðurnesjum. Reisa á tvo garða til að þvera skörð í Meradölum og varna því að gosið fari í Nátthaga. Er vonast til að þannig megi halda hraunflæðinu í núverandi mynd og það renni síðan til austurs. Áætlað er að ljúka verkinu á þremur til fjórum dögum. Garðarnir verða í fjögurra metra hæð fyrst um sinn en hönnunin gerir ráð fyrir að hækka megi þá um fjóra metra til viðbótar. Ari Guðmundsson, verkfræðingur hjá Verkís, kom að hönnun garðanna ásamt fleiri verkfræðingum hjá Verkís. Hann segir reynsluna hafa sýnt erlendis og í Vestmannaeyjagosinu að hraun getur verið hærra aftan við varnargarðana en þeir samt skilað tilætluðum árangri. „En við munum fylgjast vel með þróuninni og hækka þá ef þurfa þykir,“ segir Ari. En hverjar telur hann líkurnar á að þetta virki? „Þetta er alveg þess virði og nauðsynlegt að reyna þetta. Suðurstrandavegurinn er mikilvægur fyrir svæðið og við vinnum okkur inn töluverðan tíma með því að beina rennslinu í Merardali. Það er alveg þess virði,“ segir Ari. Óvænt breyting varð á hraunrennslinu í gær sem gerði það að verkum að hraunkanturinn nálgaðist svæðið í Nafnlausdalnum mun hraðar en áður. Var þá rokið af stað með vinnuvélar á svæðið og nóttin nýtt til að koma verkinu af stað. Þó gosið hafi tekið miklum breytingum frá því það hófst í mars segir Ari að það hafa haldist í takt við þau hraunlíkön sem voru notuð til að spá fyrir framþróun þess. Í Vestmannaeyjagosinu var vatnskælingu beitt til að reyna að hemja hraunrennslið. Ari segir ekki standa til að beita slíkri aðferð í þetta skiptið. „Nei, það voru varnargarðar þar líka sem skiluðu árangri og fór ekki eins hátt í fréttum. Hér komumst við ekki í vatn en fyrst og fremst voru það varnargarðarnir sem skiluðu árangri.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira