Fótbolti

Mason Mount: Ég vil vinna titla með Chelsea

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Mason Mount og félagar hans í Chelsea mæta Leicester í úslitum FA bikarsins seinna í dag.
Mason Mount og félagar hans í Chelsea mæta Leicester í úslitum FA bikarsins seinna í dag. Shaun Botterill/Getty Images

Chelsea mætir Leicester í úrslitum FA bikarsins í dag. Mason Mount segist vilja feta í fótspor goðsagna Chelsea sem unnu titla með félaginu. Hann segist vilja byrja á að landa FA bikarnum gegn Leicester í dag.

„Ég vil upplifa drauminn minn og draum annara leikmanna sem komu í gegnum akademíuna hérna,“ sagði Mount, en hann gekk til liðs við félagið aðeins sex ára gamall.

„Við viljum vinna titla. Ég fylgdist með fullt af leikmönnum, goðsögnum hjá klúbbnum, þegar ég var í akademíunni og sá þá vinna stóra titla.“

Mount segir að það hafi hjálpað honum mikið í sínum leik að fylgjast með þessum stóru nöfnum þegar hann var í akademíu Chelsea.

„Ég hef reynt að tileinka mér hluti úr þeirra leik. Ég vildi feta í fótspor þeirra. Leikmenn eins og Lampard, John Terry, Didier Drogba, Ashley Cole og Petr Cech. Þeir hafa allir unnið titla og spilað ótrúlega marga leiki fyrir félagið.“

Leikur Chelsea og Leicester er sýndur á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsending klukkan 16:05.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×