Fótbolti

Glódís Perla og Rosengård með fullt hús stiga

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Glódís Perla spilaði allan leikinn í sigri Rosengård gegn Växjö.
Glódís Perla spilaði allan leikinn í sigri Rosengård gegn Växjö.

Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar þegar Rosengård heimsótti Växjö í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Rosengård er með fullt hús stiga eftir 1-0 sigur.

Eina mark leiksins kom eftir aðeins tólf mínútna leik, en það var Olivia Schough sem fann netmöskvana.

Andrea Mist Pálsdóttir spilaði seinni hálfleikinn fyrir Vaxjö, en hún kom inn á fyrir Emmu Pennsater.

Rosengård er því með 15 stig eftir fimm leiki á toppi deildarinnar. Våxjö vermir botnsætið með aðeins eitt stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.