Erlent

Blinken fundar með íslenskum ráðamönnum

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. EPA/Graeme Jennings

Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun funda með forseta Íslands, forsætisráðherra og utanríkisráðherra eftir að hann kemur hingað til lands á mánudagskvöld, samkvæmt tilkynningu bandaríska utanríkisráðuneytisins.

Blinken kemur hingað til að sækja fund Norðurskautsráðsins á miðvikudag og fimmtudag og mun einnig eiga tvíhliða fund með Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands. 

Hann hyggst ræða samband Íslands og Bandaríkjanna, varnarmál á Norðurslóðum og loftslagsbreytingar við íslenska ráðmenn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.