Erlent

Írska heilbrigðisþjónustan á hnjánum vegna tölvuvíruss

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Rotunda-fæðingarsjúkrahúsið er meðal þeirra heilbrigðisstofnana sem hafa þurft að skerða þjónustu sína.
Rotunda-fæðingarsjúkrahúsið er meðal þeirra heilbrigðisstofnana sem hafa þurft að skerða þjónustu sína.

Stjórnendur opinberu heilbrigðisþjónustunnar á Írlandi hafa lokað öllum tölvukerfum og afbókað fjölda læknisheimsókna í kjölfar netárásar. 

Paul Reid, framkvæmdastjóri HSE, segir um að ræða tilraun til að ná í gögn sem voru geymd á netþjónum, líklega til að óska lausnargjalds. Engin krafa um lausnargjald hefði borist enn sem komið er og nú væri unnið að því að „einangra“ vandann.

Reid sagði að unnið væri að því með lögreglu og netöryggissérfræðingum en um væri að ræða „alþjóðlega glæpaaðgerð“. Hann bað sjúklinga og almenning afsökunar á þeim afleiðingum sem árásin kynni að hafa.

Hún mun ekki hafa áhrif á bólusetningar vegna Covid-19 né þjónustu sjúkrabifreiða.

Stjórnendur nokkurra spítala frestuðu göngudeildarheimsóknum eða biðluðu til sjúklinga um að mæta ekki í bókaða tíma. 

Stjórnendur Rotunda-fæðingasjúkrahússins í Dublin lýsti yfir neyðarástandi og frestaði öllum tímum, nema þeirra kvenna sem komnar eru 35 vikur eða lengra á leið.

Framkvæmdastjóri Rotunda sagði að vart hefði orðið óvenjulegrar „umferðar“ í tölvukerfunum kl. 2 í nótt og í kjölfarið hefði fundist vírus. Allir sjúklingar væru öruggir og árásin hefði ekki haft áhrif á lífsnauðsynlegan búnað.

Starfsemin á krabbameinsdeildinni í Cork er sögð „lömuð“ og þá eru öll tölvukerfi barna- og fjölskylduþjónustunnar Tusla óvirk, að því er Guardian greinir frá.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.