Erlent

Dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kyn­ferðis­brot gegn leik­konu

Sylvía Hall skrifar
Kevin Guthrie hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi.
Kevin Guthrie hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi. Getty/Samir Hussein

Skoski leikarinn Kevin Guthrie var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 29 ára leikkonu. Brotið átti sér stað í lok september árið 2017 á heimili leikarans Scott Reid.

Guthrie, sem er 33 ára gamall og þekktastur fyrir hlutverk sitt í The English Game, sagði fyrir dómi að hann hefði einungis verið að hjálpa konunni, sem var í viðkvæmu ástandi eftir að hafa verið úti að skemmta sér. Erfðaefni hans fannst síðar í nærfötum konunnar

Dómarinn gaf lítið fyrir þær skýringar og sagði leikarann hafa misnotað bæði traust hennar og ástand.

„Hún bar traust til þín þegar hún var í erfiðu ástandi og illa fyrirkölluð. Þetta er fyrirlitlegur glæpur – þú áttir að passa upp á hana á meðan hún gat það ekki sjálf,“ sagði dómarinn þegar dómur var kveðinn upp.

Bætti dómarinn við að málið væri uggvænlegt og taldi áfrýjunardómstóll að fangelsisdómur væri eina viðeigandi refsingin í ljósi alvarleika málsins. Guthrie verður á skrá yfir kynferðisbrota menn til frambúðar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×