Innlent

Ísland aftur orðið grænt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Svona lítur kortið út sem uppfært var í gær. Sum löndin eru grá en þau tilheyra ekki ESB eða EES.
Svona lítur kortið út sem uppfært var í gær. Sum löndin eru grá en þau tilheyra ekki ESB eða EES.

Ísland er á ný skilgreint sem grænt land á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfærst var í gær. Auk Íslands er stór hluti Noregs og Finnlands grænn á lit.

Kortið byggir á gögnum sem safnað er vikuna á undan og sýnir í litum hvernig staðan er í löndum Evrópusambandsins og þeirra sem eru á Evrópska efnahagssvæðinu varðandi kórónuveirufaraldurinn.

Land eða svæði er skilgreint grænt ef fjórtán daga nýgengi á hverja 100 þúsund íbúa er undir 25 og hlutfall jákvæðra sýna undir fjögur prósent. Nýgengi innanlandssmita hér á landi er nú 16,1 samkvæmt Covid.is og 2,7 á landamærum.

Með nýgengi er átt við smitum á hundrað þúsund íbúa yfir fjórtán daga tímabil. Sóttvarnastofnun Evrópu gerir ekki greinarmun á nýgengi innanlands og á landamærum. Miðað er við að nýgengi smita sé undir 25 til að lönd teljist græn.

Ísland hafði verið grænt stærstan hluta ársins en varð appelsínugult í byrjun apríl þegar smitun fjölgaði nokkuð skyndilega. Gripið var til hertra aðgerða og samkomur meðal annars takmarkaðar við tíu manns.

Á vefnum bóluefni.is eru fimmtíu prósent landsmanna ýmist full- eða hálfbólusettir. Síðari hópurinn er aðeins fjölmennari.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×