Innlent

Hófu í nótt gerð varnar­garða við gos­stöðvarnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Jarðýtan að störfum.
Jarðýtan að störfum. Mynd/Hafþór Ingi

Stór jarðýta hófst handa við það í nótt að ryðja upp varnargörðum við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli.

Görðunum er ætlað að reyna að hefta för hauntungunnar niður í Nátthaga, en þaðan er leiðin greið niður á Suðurstrandarveg með tilheyrandi tjóni á innviðum og röskun á samgöngum. 

Að sögn lögreglunnar á Suðurnesum var hafist handa við verkið í nótt en þar á bæ höfðu menn ekki upplýsingar um hvernig til hafi tekist. 

Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur sagði í samtali við fréttastofu í gær áhyggjuefni ef hrauntaumur rynni niður í Nátthaga og Bæjarráð Grindavíkur ályktaði í síðustu viku um að gera þyrfti allt sem mögulegt væri til þess að hefta framrás hraunsins í þá áttina.

Klippa: Stór jarðýta að störfum í Fagradalsfjalli

Fylgjast má með beinni útsendingu Vísis frá gosstöðvunum hér fyrir neðan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.