Fótbolti

Hólmar Örn skoraði í stór­sigri Rosen­borg

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hólmar Örn í leik með íslenska landsliðinu gegn Romelu Lukaku.
Hólmar Örn í leik með íslenska landsliðinu gegn Romelu Lukaku. Vísir/Vilhelm

Rosenborg vann þægilegan 5-0 sigur á Viking í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Miðvörðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson var meðal markaskorara en Samúel Kári Friðjónsson var í byrjunarliði Viking.

Samúel Kári fór meiddur af velli á 27. mínútu en þá var staðan orðin 1-0 Rosenborg í vil. Hún var 2-0 í hálfleik og það var svo Hólmar Örn sem skoraði þriðja markið með góðum skalla þegar tæp klukkustund var liðin.

Tvö mörk með stuttu millibili gulltryggð svo frábæran 5-0 sigur Rosenborg í dag. Hólmar Örn og félagar komnir með fjögur stig að loknum tveimur leikjum en Viking er með þrjú stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.