„Villandi“ heilsíðuauglýsing í Mogga ekki á vegum Lyfjastofnunar Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2021 14:33 Auglýsingin sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Vísir/samsett Nafnlaus heilsíðuauglýsing sem birtist fyrir mistök í Morgunblaðinu í morgun þar sem óskað var eftir tilkynningum um aukaverkanir vegna bólusetningar gegn kórónuveirunni er ekki á vegum Lyfjastofnunar. Forstjóri stofnunarinnar segir auglýsinguna villandi. Auglýsandinn segist ekki hafa haft samráð við Lyfjastofnun og vill ekki svara hvernig hann fjármagnaði kaupin. Enginn er merktur fyrir heilsíðuauglýsingunni þar sem spurt er hvort að fólk hafi fengið aukaverkanir eftir Covid-bólusetninguna. Þar er fullyrt að mikilvægt sé að tilkynna aukaverkanir til Lyfjastofnunar, „jafnvel mánuðum eftir bólusetningu“. Á eftir fylgir langur listi um „dæmi um aukaverkanir“. Í auglýsingunni er fólk hvatt til að tilkynna um aukaverkanir til Lyfjastofnunar og eru gefin upp símanúmer stofnunarinnar og tölvupóstfang. „Við erum öll almannavarnir,“ segir í lok auglýsingarinnar en það hefur verið slagorð almannavarna og heilbrigðisyfirvalda í kórónuveirufaraldrinum. Vilborg Björk Hjaltested keypti auglýsinguna í nafni fyrirtækisins Bjúti. Samkvæmt verðskrá Morgunblaðsins kostar heilsíðuauglýsing um og yfir hálfa milljón króna. Í samtali við Vísi vildi Vilborg hvorki segja til um hvað fyrirtækið gerði, hvernig hún fjármagnaði kaupin á auglýsingunni né hvers vegna hún birti hana ekki undir nafni sínu eða fyrirtækisins. „Ég hef það bara út af fyrir mig,“ sagði hún og fullyrti að auglýsingin varðaði almannahagsmuni. Enginn var merktur fyrir auglýsingunni sem birtist í Morgunblaðinu fimmtudaginn 13. maí 2021. Af auglýsingunni mætti ráða að hún væri á vegum Lyfjastofnunar eða almannavarna.Morgunblaðið Ekki í samræmi við upplýsingar um bóluefnin Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir við Vísi að framsetning og innihald auglýsingarinnar sé villandi. Listinn yfir aukaverkanir séu ekki í samræmi við upplýsingar Lyfjastofnunar um bóluefnin gegn kórónuveirunni og ýmislegt virðist þar talið upp til að vekja hræðslu, þar á meðal andlát, blinda og lömun. Einnig gerir Rúna athugasemd við að fólki sé vísað á tölvupóstfang og símanúmer stofnunarinnar. Ekki sé tekið við tilkynningum þar heldur með sérstöku eyðublaði. Hún segir mikilvægt að tilkynningar fari í réttan farveg því annars sé ekki hægt að vinna með þær. Fólki eigi ekki að senda persónugreinanlegar upplýsingar en hættan sé að það gerist hafi það samband í síma eða með tölvupósti. „Það er alls ekki sá farvegur sem þetta á að hafa,“ segir Rúna. Rúnu virðist sem að auglýsingunni hafi verið ætlað að vekja upp hræðslu gagnvart bólusetningum. Það sé þvert á góða reynslu af bólusetningum á Íslandi þar sem landsmenn hafi sinnt þeim vel. „Það eru kannski einhverjir hópar sem hafa hug á því að breyta því,“ segir Rúna. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar.Vísir/Egill Taldi rétt að vísa fólki „rétta veginn“ Í samtali við Vísi vísaði Vilborg, sem er skráð lífeindafræðingur á Já.is, til mikillar umræðu á samfélagsmiðlum hjá fólki sem velti fyrir sér mögulegum aukaverknum eftir bólusetningu. Henni hafi fundist að það þyrfti að vísa fólki rétta veginn til að tilkynna um þær. Spurð út í hvers vegna hún vísaði fólki á tölvupóst og símanúmer Lyfjastofnunar en ekki sérstakt eyðublað fyrir tilkynningar benti Vilborg á heimasíðu Lyfjastofnunar þar sem kemur fram að þeir sem treysti sér ekki til að nota rafræna eyðublaðið geti haft samband með tölvupósti eða í gegnum síma. Í samtalinu við Vísi véfengdi Vilborg meðal annars rannsóknir á virkni og öryggi bóluefna gegn kórónuveirunni og gagnrýndi fjölmiðla fyrir að fjalla ekki um bólusetninguna á gagnrýninn hátt. Fullyrti hún ranglega að Lyfjastofnun hefði „viðurkennt“ að sextán manns hefðu látið lífið vegna bólusetningar á Íslandi. Virtist hún vísa til frétta um tilkynningar um mögulegar aukaverkanir bóluefnanna, þar á meðal vegna nokkurra dauðsfalla eftir að fólk var bólusett. Engar vísbendingar hafa komið fram um orsakasamhengi á milli dauðsfallanna og bólusetningarinnar. Ekki leyndarmál hver auglýsir Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölumála hjá Morgunblaðinu, segir að mistök hafi verið gerð þegar ekki var gengið á eftir því þegar auglýsingin barst að gera athugasemd við að auglýsandinn þyrfti að kunngera sig. Það eigi ekki að vera leyndarmál hver auglýsir. „Það eru mistök sem skrifast á okkur,“ segir hann við Vísi. Blaðið taki fulla ábyrgð á mistökunum og farið verði yfir verkferla í framhaldinu. Þá verði haft samband við auglýsandann og birtingarfyrirtæki sem pantaði auglýsinguna um að hún hafi ekki verið í samræmi við viðmiðunarreglur blaðsins. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Enginn er merktur fyrir heilsíðuauglýsingunni þar sem spurt er hvort að fólk hafi fengið aukaverkanir eftir Covid-bólusetninguna. Þar er fullyrt að mikilvægt sé að tilkynna aukaverkanir til Lyfjastofnunar, „jafnvel mánuðum eftir bólusetningu“. Á eftir fylgir langur listi um „dæmi um aukaverkanir“. Í auglýsingunni er fólk hvatt til að tilkynna um aukaverkanir til Lyfjastofnunar og eru gefin upp símanúmer stofnunarinnar og tölvupóstfang. „Við erum öll almannavarnir,“ segir í lok auglýsingarinnar en það hefur verið slagorð almannavarna og heilbrigðisyfirvalda í kórónuveirufaraldrinum. Vilborg Björk Hjaltested keypti auglýsinguna í nafni fyrirtækisins Bjúti. Samkvæmt verðskrá Morgunblaðsins kostar heilsíðuauglýsing um og yfir hálfa milljón króna. Í samtali við Vísi vildi Vilborg hvorki segja til um hvað fyrirtækið gerði, hvernig hún fjármagnaði kaupin á auglýsingunni né hvers vegna hún birti hana ekki undir nafni sínu eða fyrirtækisins. „Ég hef það bara út af fyrir mig,“ sagði hún og fullyrti að auglýsingin varðaði almannahagsmuni. Enginn var merktur fyrir auglýsingunni sem birtist í Morgunblaðinu fimmtudaginn 13. maí 2021. Af auglýsingunni mætti ráða að hún væri á vegum Lyfjastofnunar eða almannavarna.Morgunblaðið Ekki í samræmi við upplýsingar um bóluefnin Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir við Vísi að framsetning og innihald auglýsingarinnar sé villandi. Listinn yfir aukaverkanir séu ekki í samræmi við upplýsingar Lyfjastofnunar um bóluefnin gegn kórónuveirunni og ýmislegt virðist þar talið upp til að vekja hræðslu, þar á meðal andlát, blinda og lömun. Einnig gerir Rúna athugasemd við að fólki sé vísað á tölvupóstfang og símanúmer stofnunarinnar. Ekki sé tekið við tilkynningum þar heldur með sérstöku eyðublaði. Hún segir mikilvægt að tilkynningar fari í réttan farveg því annars sé ekki hægt að vinna með þær. Fólki eigi ekki að senda persónugreinanlegar upplýsingar en hættan sé að það gerist hafi það samband í síma eða með tölvupósti. „Það er alls ekki sá farvegur sem þetta á að hafa,“ segir Rúna. Rúnu virðist sem að auglýsingunni hafi verið ætlað að vekja upp hræðslu gagnvart bólusetningum. Það sé þvert á góða reynslu af bólusetningum á Íslandi þar sem landsmenn hafi sinnt þeim vel. „Það eru kannski einhverjir hópar sem hafa hug á því að breyta því,“ segir Rúna. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar.Vísir/Egill Taldi rétt að vísa fólki „rétta veginn“ Í samtali við Vísi vísaði Vilborg, sem er skráð lífeindafræðingur á Já.is, til mikillar umræðu á samfélagsmiðlum hjá fólki sem velti fyrir sér mögulegum aukaverknum eftir bólusetningu. Henni hafi fundist að það þyrfti að vísa fólki rétta veginn til að tilkynna um þær. Spurð út í hvers vegna hún vísaði fólki á tölvupóst og símanúmer Lyfjastofnunar en ekki sérstakt eyðublað fyrir tilkynningar benti Vilborg á heimasíðu Lyfjastofnunar þar sem kemur fram að þeir sem treysti sér ekki til að nota rafræna eyðublaðið geti haft samband með tölvupósti eða í gegnum síma. Í samtalinu við Vísi véfengdi Vilborg meðal annars rannsóknir á virkni og öryggi bóluefna gegn kórónuveirunni og gagnrýndi fjölmiðla fyrir að fjalla ekki um bólusetninguna á gagnrýninn hátt. Fullyrti hún ranglega að Lyfjastofnun hefði „viðurkennt“ að sextán manns hefðu látið lífið vegna bólusetningar á Íslandi. Virtist hún vísa til frétta um tilkynningar um mögulegar aukaverkanir bóluefnanna, þar á meðal vegna nokkurra dauðsfalla eftir að fólk var bólusett. Engar vísbendingar hafa komið fram um orsakasamhengi á milli dauðsfallanna og bólusetningarinnar. Ekki leyndarmál hver auglýsir Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölumála hjá Morgunblaðinu, segir að mistök hafi verið gerð þegar ekki var gengið á eftir því þegar auglýsingin barst að gera athugasemd við að auglýsandinn þyrfti að kunngera sig. Það eigi ekki að vera leyndarmál hver auglýsir. „Það eru mistök sem skrifast á okkur,“ segir hann við Vísi. Blaðið taki fulla ábyrgð á mistökunum og farið verði yfir verkferla í framhaldinu. Þá verði haft samband við auglýsandann og birtingarfyrirtæki sem pantaði auglýsinguna um að hún hafi ekki verið í samræmi við viðmiðunarreglur blaðsins.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels