Fólki aftur heimilt að fara að gossvæðinu þar sem kvikuflæði færist nú í vöxt Eiður Þór Árnason skrifar 12. maí 2021 19:12 Mikil virkni hefur verið í eldgosinu í Geldingadölum. Vísir/vilhelm Nýjustu mælingar og gögn gefa til kynna að kvikuflæðið í Geldingadölum hafi vaxið á síðustu dögum og sé nú nærri þrettán rúmmetrum á sekúndu. Samhliða því hefur verið mikil kvikustrókavirkni í eldgosinu og kvikustrókar þeytast 100 til 300 metra upp úr gígnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum en Vísindaráð almannavarna kom saman í dag til að ræða stöðuna á svæðinu. Aftur var opnað inn á gönguleiðirnar að gosstöðvunum klukkan sjö í kvöld en þeim var lokað í dag vegna framkvæmda á annarri leiðinni. Meðfram mikilli kvikustrókavikrni hefur gjalli og hraunslettum rignt niður umhverfis gíginn. Flatarmál hraunsins er nú 1,78 ferkílómetrar og rúmmál hraunsins sem runnið hefur mælist 30,7 milljónir rúmmetra. Gera verður ráð fyrir að auknu kvikuflæði fylgi aukið útstreymi eldfjallagasa að sögn almannavarna. Ástæða til að nota reykköfunartæki „Þeim mun hærri sem kvikustrókarnir eru þeim mun lengra berast þessi efni. Ef kvikustrókar ná 300 metra hæð og vindur er 13-15 metrar á sekúndu má búast við hraunbombum (molar/slettur sem eru meira en 6 sm í þvermál) í allt að 600 metra fjarlægð frá gígnum. Glóandi slettur kveikja í mosa og gróðri sem þau lenda á og í reyknum er mikið af kolmónoxíði (CO) sem er eitrað fólki. Stundum mælist það mikið af kolmónoxíði í reyknum af gróðurbrunanum að slökkviliðsmenn myndu nota reykköfunartæki ef þeir ætluðu inn á svæðið,“ segir í tilkynningu. Þá kemur fram að skjálftavirkni á Reykjanesskaga hafi verið fremur lítil að undanförnu. Skjálftavirkni yfir kvikuganginum hefur að mestu verið bundin við svæði í kringum Litla-Hrút. Nokkur skjálftavirkni hefur verið vestur af Kleifarvatni og við Sundhnúka og Þorbjörn en hún er talin stafa af spennuhreyfingum í jarðskorpunni. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum en Vísindaráð almannavarna kom saman í dag til að ræða stöðuna á svæðinu. Aftur var opnað inn á gönguleiðirnar að gosstöðvunum klukkan sjö í kvöld en þeim var lokað í dag vegna framkvæmda á annarri leiðinni. Meðfram mikilli kvikustrókavikrni hefur gjalli og hraunslettum rignt niður umhverfis gíginn. Flatarmál hraunsins er nú 1,78 ferkílómetrar og rúmmál hraunsins sem runnið hefur mælist 30,7 milljónir rúmmetra. Gera verður ráð fyrir að auknu kvikuflæði fylgi aukið útstreymi eldfjallagasa að sögn almannavarna. Ástæða til að nota reykköfunartæki „Þeim mun hærri sem kvikustrókarnir eru þeim mun lengra berast þessi efni. Ef kvikustrókar ná 300 metra hæð og vindur er 13-15 metrar á sekúndu má búast við hraunbombum (molar/slettur sem eru meira en 6 sm í þvermál) í allt að 600 metra fjarlægð frá gígnum. Glóandi slettur kveikja í mosa og gróðri sem þau lenda á og í reyknum er mikið af kolmónoxíði (CO) sem er eitrað fólki. Stundum mælist það mikið af kolmónoxíði í reyknum af gróðurbrunanum að slökkviliðsmenn myndu nota reykköfunartæki ef þeir ætluðu inn á svæðið,“ segir í tilkynningu. Þá kemur fram að skjálftavirkni á Reykjanesskaga hafi verið fremur lítil að undanförnu. Skjálftavirkni yfir kvikuganginum hefur að mestu verið bundin við svæði í kringum Litla-Hrút. Nokkur skjálftavirkni hefur verið vestur af Kleifarvatni og við Sundhnúka og Þorbjörn en hún er talin stafa af spennuhreyfingum í jarðskorpunni.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira