Fótbolti

Brutu niður bikarinn og sendu hann til ársmiða­hafa

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ajax fagnar titlinum á dögunum. Nú hefur hann verið sendur til ársmiðahafa.
Ajax fagnar titlinum á dögunum. Nú hefur hann verið sendur til ársmiðahafa. Gerrit van Keulen/Getty

Ajax varð á dögunum hollenskur meistari. Liðið hefur nú brotið niður bikarinn og gefið stuðningsmönnum brot af bikarnum.

Ajax hefur eins og flest lið í Evrópuboltanum spilað án sinna dyggu stuðningsmanna á þessari leiktíð og vildu þeir borga til baka til þeirra.

Þeir hafa brotið hollenska meistaratitilinn niður og búið til 42 þúsund meistarastjörnur úr tiltinum en allir ársmiðahafar munu fá eina stjörnu.

Stjarnan er 3,45 grömm og hver stjarna er með 0,06 grömm af bikarnum en Ajax mun þó fá annan bikar frá hollenska knattspyrnusambandinu til að hafa í bikaraskápnum.

Ajax á tvo leiki eftir í hollensku deildinni en þeir eru fjórtán stigum á undan PSV sem er í öðru sætinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.