Fótbolti

Zidane ætlar ekki að eyða tíma í dómarana

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zidane talar við dómara leiksins, eftir jafnteflið gegn Sevilla.
Zidane talar við dómara leiksins, eftir jafnteflið gegn Sevilla. Burak Akbulut/Getty

Zinedine Zidane, stjóri Real Madríd, segist ekki ætla að eyða meiri tíma í dómarana eftir síðustu helgi.

Real Madrid gerði dramatískt jafntefli við Sevilla á heimavelli þar sem dómarinn var í aðalhlutverki.

Real Madrid fékk vítaspyrnu eftir skyndisókn en þeir höfðu brotið á sér hinu megin á vellinum svo Sevilla endaði á því að fá vítaspyrnu.

Mikið hefur verið rætt um atvikið á Spáni en Zidane heldur rónni.

„Ég nenni ekki að tala meira um þetta. Ég trúi á fótboltann og að allir sinni vinnunni sinni,“ sagði Zidane.

„Ég ætla ekki að segja meira. Tímabilið hefur verið langt og það hafa verið góð og slæm augnablik.“

Zidane og Real spila við Granada á útivelli annað kvöld en þeir gátu fagnað í gærkvöldi er Börsungar töpuðu stigum.


Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×