Samfylkingin vill tvöfaldan persónuafslátt eftir atvinnuleysi og styrkja viðburði listafólks Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. maí 2021 12:07 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir kjarkleysi í aðgerðum ríkisstjórnarinnar gegn atvinnuleysi. Vísir/Vilhelm Samfylkingin mun í vikunni leggja fram þingsályktunartillögu með úrræðum gegn atvinnuleysi. Formaður flokksins segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar kjarklausar. Samfylkingin kynnti í morgun sex aðgerðir sem forrystufólk flokksins segir að eigi að hraða ráðningum, auka virkni á vinumarkaði og verja afkomuöryggi fólks. Í þeim felst meðal annars að hækka atvinnuleysisbætur upp í 95% af lágmarkslaunum, að ráðningastyrkir verði veittir í tólf mánuði í stað sex og að persónuafslátttur fólks sem er að snúa aftur til vinnu eftir atvinuleysi verði tvöfaldaður í jafn marga mánuði og einstaklingur hefur verið frá vinnu. Kristrún Frostadóttir, oddviti flokksins í Reykjavík suður, segir kostnað við aðgerðirnar borga sig fljótt upp dragi samhliða úr atvinnuleysi. „Beinn kostnaður eins og við metum hann er átján milljarðar króna en það er ígildi þriggja prósenta atvinnuleysis. Þetta er það sem við borgum fyrir þriggja prósenta atvinnuleysi á hverju einasta ári. Þetta er einskiptiskostnaður til þess að hraða ráðningum og koma í veg fyrir að við séum með þennan kostnað í kerfinu á hverju einasta ári,“ segir hún. Oddný Harðardóttir, Logi Einarsson og Kristrún Frostadóttir voru meðal þeirra sem kynntu aðgerðir flokksins í morgun.vísir/samsett „Eins og áætlun stjórnvalda er í dag erum við að gera ráð fyrir að borga tvö hundruð milljarða króna í atvinnuleysisbætur til 2025 og um leið og við náum atvinnuleysisstiginu aðeins niður með því að virkja fólk og hraða ráðningum drögum við hraðar úr því,“ segir Kristrún. Einnig er lagt til að tímabil sumarstarfa fyrir námsmenn verði þrír mánuðir í stað tveggja og hálfs, að endurgreiðslur á rannsóknar- og þróunarkostnaði verði hækkaðar og að listafólk verði styrkt í sumar til þess að halda viðburði um land allt. Aðgerðirnar verða lagðar fram á Alþingi í vikunni í formi þingsályktunar auk þess sem breytingartillögur verða gerðar við fjármálaáætlun. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar ekki duga til að mæta stöðunni. „Þetta er kjarkleysi fyrst og fremst. Það er verið að gera ráð fyrir allt að sex prósenta atvinnuleysi eftir fimm ár. Og það er óásættanlegt. Atvinnuleysi er auðvitað böl fyrir einstaklinginn og fjölskyldur þeirra sem lenda í því en þetta er líka bara ótrúlega heimskuleg hagstjórn vegna þess að hvert prósentustig af atvinnuleysi kostar marga milljarða á ári,“ segir Logi. Alþingi Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skattar og tollar Alþingiskosningar 2021 Vinnumarkaður Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sjá meira
Samfylkingin kynnti í morgun sex aðgerðir sem forrystufólk flokksins segir að eigi að hraða ráðningum, auka virkni á vinumarkaði og verja afkomuöryggi fólks. Í þeim felst meðal annars að hækka atvinnuleysisbætur upp í 95% af lágmarkslaunum, að ráðningastyrkir verði veittir í tólf mánuði í stað sex og að persónuafslátttur fólks sem er að snúa aftur til vinnu eftir atvinuleysi verði tvöfaldaður í jafn marga mánuði og einstaklingur hefur verið frá vinnu. Kristrún Frostadóttir, oddviti flokksins í Reykjavík suður, segir kostnað við aðgerðirnar borga sig fljótt upp dragi samhliða úr atvinnuleysi. „Beinn kostnaður eins og við metum hann er átján milljarðar króna en það er ígildi þriggja prósenta atvinnuleysis. Þetta er það sem við borgum fyrir þriggja prósenta atvinnuleysi á hverju einasta ári. Þetta er einskiptiskostnaður til þess að hraða ráðningum og koma í veg fyrir að við séum með þennan kostnað í kerfinu á hverju einasta ári,“ segir hún. Oddný Harðardóttir, Logi Einarsson og Kristrún Frostadóttir voru meðal þeirra sem kynntu aðgerðir flokksins í morgun.vísir/samsett „Eins og áætlun stjórnvalda er í dag erum við að gera ráð fyrir að borga tvö hundruð milljarða króna í atvinnuleysisbætur til 2025 og um leið og við náum atvinnuleysisstiginu aðeins niður með því að virkja fólk og hraða ráðningum drögum við hraðar úr því,“ segir Kristrún. Einnig er lagt til að tímabil sumarstarfa fyrir námsmenn verði þrír mánuðir í stað tveggja og hálfs, að endurgreiðslur á rannsóknar- og þróunarkostnaði verði hækkaðar og að listafólk verði styrkt í sumar til þess að halda viðburði um land allt. Aðgerðirnar verða lagðar fram á Alþingi í vikunni í formi þingsályktunar auk þess sem breytingartillögur verða gerðar við fjármálaáætlun. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar ekki duga til að mæta stöðunni. „Þetta er kjarkleysi fyrst og fremst. Það er verið að gera ráð fyrir allt að sex prósenta atvinnuleysi eftir fimm ár. Og það er óásættanlegt. Atvinnuleysi er auðvitað böl fyrir einstaklinginn og fjölskyldur þeirra sem lenda í því en þetta er líka bara ótrúlega heimskuleg hagstjórn vegna þess að hvert prósentustig af atvinnuleysi kostar marga milljarða á ári,“ segir Logi.
Alþingi Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skattar og tollar Alþingiskosningar 2021 Vinnumarkaður Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sjá meira