Fótbolti

30 dagar í EM: Þjóðir sem unnu fjóra af fyrstu sex EM-titlunum ekki til lengur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fyrirliðinn Franz Beckenbauer með EM-bikarinn eftir sigur Vestur-Þýskalands í úrslitaleiknum 1972.
Fyrirliðinn Franz Beckenbauer með EM-bikarinn eftir sigur Vestur-Þýskalands í úrslitaleiknum 1972. Getty/Schirner

Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Fyrsta Evrópukeppnin fór fram fyrir 61 ári síðan.

Fyrsta úrslitakeppni Evrópumótsins árið 1960 var sex sinnum minni en Evrópumótið sem fer fram í sumar. Úrslitakeppnin 1960 innihélt aðeins fjórar þjóðir og bara fjóra leiki. Við erum að tala um tvo undanúrslitaleiki og svo úrslitaleik og leik um þriðja sætið nokkrum dögum síðar.

Þessi litla lokakeppni fór fram í Frakklandi á fjórum dögum í júlí 1960. Úrslitakeppni EM var bara fjögurra þjóða keppni næstu fjórar keppnir líka eða til og með keppninni 1976.

Evrópa hefur breyst mikið á þessum sextíu árum og þannig eru þjóðirnar sem unnu fjóra af fyrstu sex EM-titlunum eru í raun ekki til lengur.

Sovétmenn urðu fyrstu Evrópumeistararnir 1960, Vestur-Þjóðverjar unnu 1972 og 1980 og Tékkóslóvakía varð Evrópumeistari árið 1976.

Sovétríkin liðuðust í sundur í upphafi tíunda áratugarins og þá sameinuðust einnig Vestur- og Austur-Þýskaland en Tékkóslóvakía skiptist upp í Tékkland og Slóvakíu árið 1993.

Þessir titlar teljast þó til Rússlands, Þýskalands og Tékklands í dag. Þjóðverjar unnu annan EM-titil árið 1996, Tékkar komust í úrslitaleikinn 1996 og Rússar hafa lengst komist í undanúrslitin en það var árið 2008.

Fyrstu Evrópumeistararnir í knattspyrnu:

  • 1960 - Sovétríkin (vann Júgóslavíu 2-1 í úrslitaleik)
  • 1964 - Spánn (vann Sovétríkin 2-1 í úrslitaleik)
  • 1968 - Ítalía (vann Júgóslavíu 2-0 í aukaúrslitaleik)
  • 1972 - Vestur-þýskaland (vann Sovétríkin 3-0 í úrslitaleik)
  • 1976 - Tékkóslóvakía (vann Vestur-Þýskaland í vítakeppni í úrslitaleik)Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.