Ætti að afnema „hábölvað“ klámbannsákvæði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. maí 2021 15:51 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Þingmaður Pírata segir galið að hóta þeim sem selja efni á Only Fans eignaupptöku og refsingu. Hann telur að afnema eigi ákvæði um bann við klámi úr hegningarlögum. Lögregla skoðar nú mál þeirra sem selja efni á síðunni. Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ákærusvið lögreglunnar munu funda um það á næstu dögum hvernig lögregla hyggst snúa sér í málum er varða Íslendinga sem selja aðgang að erótísku efni á OnlyFans. Fréttablaðið greindi frá þessu í dag og hefur eftir yfirmanni kynferðisbrotadeildar að til skoðunar sé hvort um sé að ræða klám í skilningi hegningarlaga, en samkvæmt ákvæðinu getur dreifing á því varðað allt að sex mánaða fangelsi. Þá segir yfirmaður ákærusviðs, að skoða þyrfti í hverju máli fyrir sig hvort tekjur af sölu á efninu yrðu þar með gerðar upptækar. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, er telur að afnema eigi ákvæðið. „Ef fólk sem er að búa til klám á Only Fans og dreifa því, ef það er fólk sem okkur þykir vænt um og við viljum passa upp á að réttindi þess séu virt og það hafi alla þá aðstoð sem er í boði, þá hótum við því ekki eignaupptöku, handtöku og fangelsisrefsingu. Það er galið, það er algjörlega galið,“ segir Helgi Hrafn. Þetta eigi við hvort sem viðkomandi sé að dreifa efni af upplýstu samþykki eða í neyð. „Fórnarlömb slíkra aðstæðna hafa það ekkert betra séu eigur þeirra gerðar upptækar og þau rannsökuð fyrir kynferðisbrot.“ Hann segir löggjöfina hannaða til þess að vernda siðgæði samfélagsins en ekki meint fórnarlömb í þessum aðstæðum. „Þessi löggjöf er vond og refsar annað hvort saklausu fólki, eða jafnvel fórnarlömbum aðstæðna eða fórnarlömbum annarra. Við eigum að afnema þetta hábölvaða ákvæði,“ segir Helgi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Helgi gagnrýnir ákvæðið. „Nú vill svo til að klám er bannað á Íslandi, sem er að mér vitandi einsdæmi í frjálslyndum lýðræðisríkjum. Nú vill sjálfsagt einhver benda á að einhver hluti þess fólks sé í nauðungaraðstæðum, sé jafnvel misnotað af öðru og að sjálfsögðu er hætta á því. En á þá að refsa fólki fyrir að vera í þeim aðstæðum?“ spurði Helgi Hrafn á Alþingi í haust í kjölfar fregna af því að Íslendingar væru að selja efni á Onlyfans. „Klám er umdeilt tabú-viðfangsefni, en við verðum að sýna að við höfum þroskann til að geta tekið upplýsta umræðu um það þegar réttindi borgaranna, og jafnvel fórnarlamba misnotkunar, eru í húfi,“ sagði Helgi í haust. Alþingi Samfélagsmiðlar OnlyFans Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Ætla að synda frá Elliðaey til Vestmannaeyja Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Sjá meira
Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ákærusvið lögreglunnar munu funda um það á næstu dögum hvernig lögregla hyggst snúa sér í málum er varða Íslendinga sem selja aðgang að erótísku efni á OnlyFans. Fréttablaðið greindi frá þessu í dag og hefur eftir yfirmanni kynferðisbrotadeildar að til skoðunar sé hvort um sé að ræða klám í skilningi hegningarlaga, en samkvæmt ákvæðinu getur dreifing á því varðað allt að sex mánaða fangelsi. Þá segir yfirmaður ákærusviðs, að skoða þyrfti í hverju máli fyrir sig hvort tekjur af sölu á efninu yrðu þar með gerðar upptækar. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, er telur að afnema eigi ákvæðið. „Ef fólk sem er að búa til klám á Only Fans og dreifa því, ef það er fólk sem okkur þykir vænt um og við viljum passa upp á að réttindi þess séu virt og það hafi alla þá aðstoð sem er í boði, þá hótum við því ekki eignaupptöku, handtöku og fangelsisrefsingu. Það er galið, það er algjörlega galið,“ segir Helgi Hrafn. Þetta eigi við hvort sem viðkomandi sé að dreifa efni af upplýstu samþykki eða í neyð. „Fórnarlömb slíkra aðstæðna hafa það ekkert betra séu eigur þeirra gerðar upptækar og þau rannsökuð fyrir kynferðisbrot.“ Hann segir löggjöfina hannaða til þess að vernda siðgæði samfélagsins en ekki meint fórnarlömb í þessum aðstæðum. „Þessi löggjöf er vond og refsar annað hvort saklausu fólki, eða jafnvel fórnarlömbum aðstæðna eða fórnarlömbum annarra. Við eigum að afnema þetta hábölvaða ákvæði,“ segir Helgi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Helgi gagnrýnir ákvæðið. „Nú vill svo til að klám er bannað á Íslandi, sem er að mér vitandi einsdæmi í frjálslyndum lýðræðisríkjum. Nú vill sjálfsagt einhver benda á að einhver hluti þess fólks sé í nauðungaraðstæðum, sé jafnvel misnotað af öðru og að sjálfsögðu er hætta á því. En á þá að refsa fólki fyrir að vera í þeim aðstæðum?“ spurði Helgi Hrafn á Alþingi í haust í kjölfar fregna af því að Íslendingar væru að selja efni á Onlyfans. „Klám er umdeilt tabú-viðfangsefni, en við verðum að sýna að við höfum þroskann til að geta tekið upplýsta umræðu um það þegar réttindi borgaranna, og jafnvel fórnarlamba misnotkunar, eru í húfi,“ sagði Helgi í haust.
Alþingi Samfélagsmiðlar OnlyFans Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Ætla að synda frá Elliðaey til Vestmannaeyja Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Sjá meira