Innlent

Bein út­sending: Fram­tíð þjóð­vega á há­lendinu

Atli Ísleifsson skrifar
Eitt af verkefnum Vegagerðarinnar samkvæmt samgönguáætlun 2020-2034 er að móta stefnu um hönnun vega á hálendi Íslands í samræmi við áherslur í landsskipulagsstefnu.
Eitt af verkefnum Vegagerðarinnar samkvæmt samgönguáætlun 2020-2034 er að móta stefnu um hönnun vega á hálendi Íslands í samræmi við áherslur í landsskipulagsstefnu. vegagerðin

Málþing Vegagerðarinnar um framtíð þjóðvega á hálendinu fer fram í dag. Málþingið hóft klukkan níu í morgun og stendur til klukkan 12:30.

Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar segir að eitt af verkefnum Vegagerðarinnar samkvæmt samgönguáætlun 2020-2034 sé að móta stefnu um hönnun vega á hálendi Íslands í samræmi við áherslur í landsskipulagsstefnu.

„Vegagerðin stígur nú sín fyrstu skref í þessa átt en vill fyrst af öllu heyra skoðun ólíkra hópa á málefninu. Hvernig þeir sjái fyrir sér vegi á hálendinu, hvar þeir eigi að vera, hvernig og hverjum þeir skuli þjóna.

Af því tilefni er nú boðað til málþings þar sem ólíkir hagaðilar koma sínum skoðunum á framfæri.“

Hægt er að fylgjast með málþinginu í spilaranum að neðan.

Dagskrá:

9.00 Málþing hefst

  • Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar setur málþingið
  • Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra, ávarpar þingið
  • Guðmundur Valur Guðmundsson framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar
  • Páll Gíslason staðarhaldari í Kerlingafjöllum

10:00-10:15 Hlé

  • Ásdís Hlökk Theodórsdóttir forstjóri Skipulagsstofnunar
  • Helgi Kjartansson oddviti Bláskógabyggðar
  • Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður
  • Gunnar Valur Sveinsson verkefnastjóri hjá SAF, Samtökum ferðaþjónustunnar

11:15-11:30 Hlé

  • Snorri Ingimarsson og Hafliði Sigtryggur Magnússon frá 4x4
  • Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands
  • Tryggvi Felixson formaður Landverndar
  • Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir frá Vatnajökulsþjóðgarði

12:15-12:30 Fyrirspurnir

Fundarstjóri: G. Pétur Matthíasson forstöðumaður samskipta hjá Vegagerðinni



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×