Lýsa reynslu sinni af landamærunum sem martröð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. maí 2021 22:19 Ónauðsynlegar ferðir hingað til lands frá ákveðnum svæðum eru bannaðar samkvæmt nýlegri reglugerð. Vísir/Vilhelm Hjón sem voru á meðal þeirra ferðamanna sem voru í haldi á Keflavíkurflugvelli og síðan snúið úr landi hafa tjáð sig um ferðina við spænska fjölmiðla. Þau segja að ferðin, sem var farin í tilefni af 25 ára brúðkaupsafmæli þeirra, hafi breyst í martröð. Þau ætli aldrei aftur til Íslands. Hjónin, þau Conchi og Jordi frá Barcelona, tjá sig um ferðina við spænska miðilinn La Razón. Mannlíf greindi fyrst frá íslenskra miðla. Í viðtalinu segjast hjónin hafa fylgt reglum sem gilda um komufarþega hingað til lands í einu og öllu. Þau hafi farið í próf fyrir brottför, leigt íbúð til að taka út sína sóttkví og fleira í þeim dúr. Þau hafi hreinlega ekki getað ímyndað sér að 48 tímum eftir brottför yrðu þau komin aftur heim. Þau hafi lent í Keflavík á laugardag og verið send í kórónuveirupróf, sem þau virðast ekki hafa vitað að stæði til. Eftir það hafi þau talið að þau mættu koma inn í landið, taka út sína fimm daga sóttkví og síðan væru þau frjáls. „Þá stöðvaði lögreglan þau á öðrum stað. Þar fengu þau, ásamt fimm öðrum ferðamönnum, verstu fréttir sem þau gætu fengið,“ segir í fréttinni. Þeim hafi verið tjáð að vegna nýrra reglna sem tóku gildi 7. maí hafi þau ekki mátt fara inn í landið og yrðu færð á sóttkvíarhótelið. Reglurnar sem um ræðir er að finna í reglugerð dómsmálaráðherra um bann við ónauðsynlegum ferðalögum frá skilgreindum hááhættusvæðum vegna Covid-19. Samkvæmt reglugerðinni er útlendingum sem koma frá eða dvalið hafa í meira en sólarhring á síðastliðnum 14 dögum á svæði þar sem tveggja vikna nýgengi smita er yfir 700 á hverja 100.000 íbúa, eða fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um svæðið, óheimilt að koma til landsins. Aldrei aftur til Íslands Í viðtalinu furða þau Conchi og Jordi sig á því að aðeins hluti farþega úr vélinni sem þau komu með hafi verið stöðvaður, meðan aðrir farþegar fengu að halda áfram ferð sinni. „Þeir komu til landsins í gær. Hluti af Spáni er á þessum sautján landa lista og þaðan má fólk ekki koma nema það falli undir undanþáguheimild. Stoðdeild ríkislögreglustjóra annast flutninginn og þeir verða líklega sendir til baka með næstu vél,“ sagði Sigurgeir Ómar Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, um mál farþeganna í gær. Hjónin lýsa því þá að komið hafi verið fram við þau „eins og glæpamenn,“ þeim haldið í herbergi í nokkra klukkutíma og vegabréf þeirra tekin af þeim og svo skilað gegn því að þau samþykktu að verða send aftur til Spánar. Þau segjast ekki ætla aftur til Íslands, þar sem draumabrúðkaupsferðin hafi breyst í martröð. Í það minnsta virðist Jordi harðákveðinn í þeirri afstöðu. „Ég er ekki að grínast, ég ætla aldrei aftur til Íslands,“ hefur La Razón eftir honum. Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Spánn Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira
Hjónin, þau Conchi og Jordi frá Barcelona, tjá sig um ferðina við spænska miðilinn La Razón. Mannlíf greindi fyrst frá íslenskra miðla. Í viðtalinu segjast hjónin hafa fylgt reglum sem gilda um komufarþega hingað til lands í einu og öllu. Þau hafi farið í próf fyrir brottför, leigt íbúð til að taka út sína sóttkví og fleira í þeim dúr. Þau hafi hreinlega ekki getað ímyndað sér að 48 tímum eftir brottför yrðu þau komin aftur heim. Þau hafi lent í Keflavík á laugardag og verið send í kórónuveirupróf, sem þau virðast ekki hafa vitað að stæði til. Eftir það hafi þau talið að þau mættu koma inn í landið, taka út sína fimm daga sóttkví og síðan væru þau frjáls. „Þá stöðvaði lögreglan þau á öðrum stað. Þar fengu þau, ásamt fimm öðrum ferðamönnum, verstu fréttir sem þau gætu fengið,“ segir í fréttinni. Þeim hafi verið tjáð að vegna nýrra reglna sem tóku gildi 7. maí hafi þau ekki mátt fara inn í landið og yrðu færð á sóttkvíarhótelið. Reglurnar sem um ræðir er að finna í reglugerð dómsmálaráðherra um bann við ónauðsynlegum ferðalögum frá skilgreindum hááhættusvæðum vegna Covid-19. Samkvæmt reglugerðinni er útlendingum sem koma frá eða dvalið hafa í meira en sólarhring á síðastliðnum 14 dögum á svæði þar sem tveggja vikna nýgengi smita er yfir 700 á hverja 100.000 íbúa, eða fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um svæðið, óheimilt að koma til landsins. Aldrei aftur til Íslands Í viðtalinu furða þau Conchi og Jordi sig á því að aðeins hluti farþega úr vélinni sem þau komu með hafi verið stöðvaður, meðan aðrir farþegar fengu að halda áfram ferð sinni. „Þeir komu til landsins í gær. Hluti af Spáni er á þessum sautján landa lista og þaðan má fólk ekki koma nema það falli undir undanþáguheimild. Stoðdeild ríkislögreglustjóra annast flutninginn og þeir verða líklega sendir til baka með næstu vél,“ sagði Sigurgeir Ómar Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, um mál farþeganna í gær. Hjónin lýsa því þá að komið hafi verið fram við þau „eins og glæpamenn,“ þeim haldið í herbergi í nokkra klukkutíma og vegabréf þeirra tekin af þeim og svo skilað gegn því að þau samþykktu að verða send aftur til Spánar. Þau segjast ekki ætla aftur til Íslands, þar sem draumabrúðkaupsferðin hafi breyst í martröð. Í það minnsta virðist Jordi harðákveðinn í þeirri afstöðu. „Ég er ekki að grínast, ég ætla aldrei aftur til Íslands,“ hefur La Razón eftir honum.
Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Spánn Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira