Fótbolti

Stoðsending frá Ara en búið spil hjá Esbjerg

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ari Freyr kom inn af bekknum og lét til sín taka.
Ari Freyr kom inn af bekknum og lét til sín taka. TF-Images/Getty Images

Íslendingaliðið IFK Norrköping vann 2-0 sigur á AIK er liðin mættust í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Sigurmarkið kom á 62. mínútu en Ari Freyr Skúlason lagði þá upp fyrra markið fyrir Samuel Adegbenro. Ari Freyr hafði komið inn á tveimur mínútum áður.

Samuel Adegbenro bætti við öðru marki sínu og Norrköping fjórum mínútum fyrir leikslok og þar við sat. Lokatölur 2-0.

Norrköping hefur byrjað vel en liðið er með tíu stig eftir fyrstu fimm leikina og er í öðru sæti deildarinnar. AIK er með níu stig.

Ísak Bergmann Jóhannesson spilaði allan leikinn fyrir IFK.

Esbjerg er endanlega úr leik í baráttunni um sæti í dönsku úrvalsdeildinni eftir 2-1 tap gegn Fredericia í dag.

Esbjerg er með 55 stig, tíu stigum á eftir Silkeborg og ellefu stigum á eftir toppliði Viborg en Ólafur Kristjánsson þjálfar Esbjerg.

Kjartan Henry Finnbogason spilaði allan leikinn fyrir Esbjerg en Andri Rúnar Bjarnason kom ekki við sögu.

Þetta þýðir að Patrik Sigurður Gunnarsson, Stefán Teitur Þórðarson og félagar í Silkeborg munu leika í deild þeirra bestu á næstu leiktíð en Patrik er þó á láni hjá Silkeborg.

Rúnar Már Sigurjónsson var tekinn af velli í hálfleik er Cluj tapaði 1-0 gegn Sepsi OSK á heimavelli í Rúmeníu.

Cluj er þó enn á toppnum í meistarakeppninni en þeir eru með tveimur stigum meira en FC FCSB sem á þó leik til góða.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.