Fótbolti

Fá einn dag annars gæti úr­slita­leikurinn farið fram í Portúgal

Anton Ingi Leifsson skrifar
Chelsea og City mætast í úrslitaleiknum.
Chelsea og City mætast í úrslitaleiknum. Shaun Botterill/Getty Images

UEFA hefur gefið ensku ríkisstjórninni einn dag til þess að laga reglurnar í kringum sóttkví, svo úrslitaleikur Meistaradeildarinnar geti farið fram á Wembley

Úrslitaleikurinn, undir lok maí, átti að fara fram í Istanbúl en eftir að tvö ensk lið komust í úrslitaleikinn hafa verið umræður um að færa leikinn til Englands vegna kórónuveirureglna á Englandi.

Boris Johnson, forsætisráðherra Englands, hefur hvatt forráðamenn UEFA til að færa leikinn til Englands og segir að hann muni hjálpa til við að flytja leikinn til landsins.

Nú hefur UEFA gefið ensku ríkisstjórninni fram á morgundaginn til þess að taka út reglur um sóttkví, svo gestir og fjölmiðlafólk þurfi ekki í sóttkví við komuna á Wembley.

Fari það ekki svo gæti úrslitaleikur Meistaradeildarinnar farið fram í Portúgal segir fjölmiðlamaðurinn Rob Harris.

Man. City og Chelsea mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en þeir mættust um helgina í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea hafði betur, 2-1.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.