Verkfallsaðgerðir FÍA lögmætar að mati Landsréttar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. maí 2021 13:53 Landsréttur hefur úrskurðað að verkfallsaðgerðir Félags íslenskra atvinnuflugmanna gegn Bláfugli hafi verið lögmætar. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest að verkfallsaðgerðir, sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) réðst í gegn Bláfugli ehf., hafi verið lögmætar. Bláfugl óskaði eftir lögbanni á verkfallsaðgerðir FÍA í febrúar síðastliðnum en sýslumaður hafnaði kröfu Bláfugls. Eftir að sýslumaður hafnaði kröfunni í byrjun febrúar skaut Bláfugl málinu til héraðsdóms sem staðfesti ákvörðun sýslumanns. Þetta kemur fram á vef FÍA. FÍA boðaði til verkfallsaðgerða í kjölfar þess að ellefu atvinnuflugmönnum var sagt upp störfum hjá Bláfugli í desember á síðasta ári. Voru uppsagnirnar kynntar í miðri kjaradeilu og voru flugmennirnir ellefu allir meðlimir í FÍA. Í kjölfarið sagðist flugfélagið aðeins ætla að ráða „sjálfstætt starfandi flugmenn,“ sem FÍA segir lýsa gerviverktöku. Í kjarasamningi Bláfugls við FÍA sem rann út 30. júní síðastliðinn er kveðið á um að löglegir félagar í FÍA skuli hafa forgang að þeim verkefnum sem um væri að ræða á hverjum tíma á vegum Bláfugls. Ráðning eða leiga flugmanna til Bláfugls, sem ekki væru félagar í FÍA, skyldu ekki á neinn tefja fyrir framgangi flugmanna í FÍA. Sömuleiðis eigi slíkar ráðningar ekki að leiða til uppsagna félagsmanna FÍA. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að sú meginregla í íslenskum vinnumarkaðsrétti að þegar kjarasamningur rennur út eða honum sagt upp fari réttindi og skyldur samningsaðila í meginatriðum áfram eftir eldri samningi á meðan enn er ósamið og verkfall ekki skollið á. Því hafi forgangsréttarákvæði félagsmanna FÍA ekki fallið úr gildi þegar kjarasamningurinn við Bláfugl rann út. Bláfugl réði til sín tíu flugmenn sem gerviverktaka í byrjun nóvember á síðasta ári, stuttu áður en ellefu félagsmönnum FÍA var sagt upp störfum. Eftir að verkfall FÍA skall á 1. febrúar voru þeir tíu flugmenn, sem ekki eru félagar í FÍA og voru ráðnir til starfa hjá Bláfugli í nóvember, verkfallsbrjótar. Kröfu Bláfugls þess efnis að verkfallsaðgerðir FÍA hafi ekki verið lögmætar var því vísað frá Landsrétti. Bláfugli er einnig gert að greiða FÍA kærumálskostnað. Þá bíður FÍA þess að úrskurður Félagsdóms vegna uppsagna flugmanna Bláfugls liggi fyrir. FÍA höfðaði mál gegn Bláfugli vegna málsins og er málið einnig til skoðunar hjá Vinnumálastofnun. Fréttir af flugi Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir FÍA stefnir Bláfugli og SA vegna ólögmætra uppsagna Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur höfðað mál fyrir Félagsdómi vegna uppsagna flugmanna Bláfugls sem félagið telur ólögmætar. Að sögn FÍA er málið til skoðunar hjá Vinnumálastofnun auk þess sem ábending hefur verið send til skattyfirvalda vegna meintrar gerviverktöku. 26. febrúar 2021 13:37 Bláfugl, SA og gervivertaka Það hefur verið með hreinum ólíkindum að vera þátttakandi í kjaraviðræðum FÍA og Bláfugls undanfarnar vikur og mánuði. Sá málflutningur og aðgerðir sem boðið hefur verið upp á af hálfu Bláfugls er bein ógn við vinnumarkaðinn á Íslandi og að mínu mati liggur allur vinnumarkaðurinn undir í þessari deilu. 10. febrúar 2021 08:00 ASÍ fussar og sveiar yfir uppsögnum Bláfugls Alþýðusamband Íslands fordæmir það sem sambandið kallar enn eina tilraunina til félagslegra undirboða í flugrekstri hér á landi. Vísað er til uppsagnar fragtflugfélagsins Bláfugls sem sagði upp ellefu flugmönnum í desember í hagræðingarskyni. 21. janúar 2021 16:29 Boðar Bláfugl endalok stéttarfélaga? Þann 30. desember síðastliðinn fengu 11 flugmenn Bláfugls uppsagnarbréf frá fyrirtækinu. Þessir flugmenn eiga það sameiginlegt að vera í stéttarfélagi. Aðrir flugmenn félagsins eru gerviverktakar og halda óbreyttu fyrirkomulagi. 7. janúar 2021 15:00 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Eftir að sýslumaður hafnaði kröfunni í byrjun febrúar skaut Bláfugl málinu til héraðsdóms sem staðfesti ákvörðun sýslumanns. Þetta kemur fram á vef FÍA. FÍA boðaði til verkfallsaðgerða í kjölfar þess að ellefu atvinnuflugmönnum var sagt upp störfum hjá Bláfugli í desember á síðasta ári. Voru uppsagnirnar kynntar í miðri kjaradeilu og voru flugmennirnir ellefu allir meðlimir í FÍA. Í kjölfarið sagðist flugfélagið aðeins ætla að ráða „sjálfstætt starfandi flugmenn,“ sem FÍA segir lýsa gerviverktöku. Í kjarasamningi Bláfugls við FÍA sem rann út 30. júní síðastliðinn er kveðið á um að löglegir félagar í FÍA skuli hafa forgang að þeim verkefnum sem um væri að ræða á hverjum tíma á vegum Bláfugls. Ráðning eða leiga flugmanna til Bláfugls, sem ekki væru félagar í FÍA, skyldu ekki á neinn tefja fyrir framgangi flugmanna í FÍA. Sömuleiðis eigi slíkar ráðningar ekki að leiða til uppsagna félagsmanna FÍA. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að sú meginregla í íslenskum vinnumarkaðsrétti að þegar kjarasamningur rennur út eða honum sagt upp fari réttindi og skyldur samningsaðila í meginatriðum áfram eftir eldri samningi á meðan enn er ósamið og verkfall ekki skollið á. Því hafi forgangsréttarákvæði félagsmanna FÍA ekki fallið úr gildi þegar kjarasamningurinn við Bláfugl rann út. Bláfugl réði til sín tíu flugmenn sem gerviverktaka í byrjun nóvember á síðasta ári, stuttu áður en ellefu félagsmönnum FÍA var sagt upp störfum. Eftir að verkfall FÍA skall á 1. febrúar voru þeir tíu flugmenn, sem ekki eru félagar í FÍA og voru ráðnir til starfa hjá Bláfugli í nóvember, verkfallsbrjótar. Kröfu Bláfugls þess efnis að verkfallsaðgerðir FÍA hafi ekki verið lögmætar var því vísað frá Landsrétti. Bláfugli er einnig gert að greiða FÍA kærumálskostnað. Þá bíður FÍA þess að úrskurður Félagsdóms vegna uppsagna flugmanna Bláfugls liggi fyrir. FÍA höfðaði mál gegn Bláfugli vegna málsins og er málið einnig til skoðunar hjá Vinnumálastofnun.
Fréttir af flugi Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir FÍA stefnir Bláfugli og SA vegna ólögmætra uppsagna Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur höfðað mál fyrir Félagsdómi vegna uppsagna flugmanna Bláfugls sem félagið telur ólögmætar. Að sögn FÍA er málið til skoðunar hjá Vinnumálastofnun auk þess sem ábending hefur verið send til skattyfirvalda vegna meintrar gerviverktöku. 26. febrúar 2021 13:37 Bláfugl, SA og gervivertaka Það hefur verið með hreinum ólíkindum að vera þátttakandi í kjaraviðræðum FÍA og Bláfugls undanfarnar vikur og mánuði. Sá málflutningur og aðgerðir sem boðið hefur verið upp á af hálfu Bláfugls er bein ógn við vinnumarkaðinn á Íslandi og að mínu mati liggur allur vinnumarkaðurinn undir í þessari deilu. 10. febrúar 2021 08:00 ASÍ fussar og sveiar yfir uppsögnum Bláfugls Alþýðusamband Íslands fordæmir það sem sambandið kallar enn eina tilraunina til félagslegra undirboða í flugrekstri hér á landi. Vísað er til uppsagnar fragtflugfélagsins Bláfugls sem sagði upp ellefu flugmönnum í desember í hagræðingarskyni. 21. janúar 2021 16:29 Boðar Bláfugl endalok stéttarfélaga? Þann 30. desember síðastliðinn fengu 11 flugmenn Bláfugls uppsagnarbréf frá fyrirtækinu. Þessir flugmenn eiga það sameiginlegt að vera í stéttarfélagi. Aðrir flugmenn félagsins eru gerviverktakar og halda óbreyttu fyrirkomulagi. 7. janúar 2021 15:00 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
FÍA stefnir Bláfugli og SA vegna ólögmætra uppsagna Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur höfðað mál fyrir Félagsdómi vegna uppsagna flugmanna Bláfugls sem félagið telur ólögmætar. Að sögn FÍA er málið til skoðunar hjá Vinnumálastofnun auk þess sem ábending hefur verið send til skattyfirvalda vegna meintrar gerviverktöku. 26. febrúar 2021 13:37
Bláfugl, SA og gervivertaka Það hefur verið með hreinum ólíkindum að vera þátttakandi í kjaraviðræðum FÍA og Bláfugls undanfarnar vikur og mánuði. Sá málflutningur og aðgerðir sem boðið hefur verið upp á af hálfu Bláfugls er bein ógn við vinnumarkaðinn á Íslandi og að mínu mati liggur allur vinnumarkaðurinn undir í þessari deilu. 10. febrúar 2021 08:00
ASÍ fussar og sveiar yfir uppsögnum Bláfugls Alþýðusamband Íslands fordæmir það sem sambandið kallar enn eina tilraunina til félagslegra undirboða í flugrekstri hér á landi. Vísað er til uppsagnar fragtflugfélagsins Bláfugls sem sagði upp ellefu flugmönnum í desember í hagræðingarskyni. 21. janúar 2021 16:29
Boðar Bláfugl endalok stéttarfélaga? Þann 30. desember síðastliðinn fengu 11 flugmenn Bláfugls uppsagnarbréf frá fyrirtækinu. Þessir flugmenn eiga það sameiginlegt að vera í stéttarfélagi. Aðrir flugmenn félagsins eru gerviverktakar og halda óbreyttu fyrirkomulagi. 7. janúar 2021 15:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent