Jóhann Berg og félagar felldu Fulham

Anton Ingi Leifsson skrifar
Scott Parker eru á leið í ensku B-deildina.
Scott Parker eru á leið í ensku B-deildina. John Walton/Getty

Fulham er fallið úr ensku úrvalsdeildinni eftir 2-0 tap gegn Burnley á heimavelli í síðasta leik helgarinnar í enska boltanum.

Ashley Westwood kom Burnley yfir á 35. mínútu eftir stoðsendingu Matej Vydra en Chris Wood tvöfaldaði forystuna níu mínútum síðar.

Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik en Jóhann Berg Guðmundsson var ónotaður varamaður hjá Burnley.

Fulham er því fallið úr ensku úrvalsdeildinni eftir eins árs veru en Burnley er í fjórtánda sætinu með 39 stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.