Fótbolti

Þjálfari Hjartar skrifaði skilaboð til leikmanna á tússtöflu í miðjum leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þetta er ein leið til að koma skilaboðum til sinna leikmanna áleiðis.
Þetta er ein leið til að koma skilaboðum til sinna leikmanna áleiðis.

Þjálfari Brøndby beitti nokkuð óhefðbundinni aðferð til að koma skilaboðum til sinna leikmanna í leiknum gegn Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í gær.

Í stöðunni 2-1 fyrir Brøndby vildi Niels Fredriksen að sínir menn myndu halda áfram að sækja og brýndi það fyrir þeim með nokkuð sérstökum hætti.

Hann skrifaði skilaboðin „keep attacking“ á tússtöflu og stillti henni upp á hliðarlínunni. Til að leggja áherslu á skilaboðin tók hann töfluna svo upp og sýndi sínum mönnum hana.

 Skilaboð Fredriksens komust allavega áleiðis því Andrija Pavlovic kom Brøndby í 3-1 á 83. mínútu. Það urðu lokatölur leiksins.

Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn í vörn Brøndby sem er einu stigi á eftir Midtjylland á toppi deildarinnar.

Mikael Neville Anderson kom inn á sem varamaður í liði Midtjylland þegar stundarfjórðungur var til leiksloka.

Midtjylland náði forystunni á 32. mínútu þegar gamli Stjörnumaðurinn Alexander Scholz skoraði úr vítaspyrnu. Mikael Uhre jafnaði fyrir Brøndby á 37. mínútu og þremur mínútum síðar var Paulinho, leikmaður Midtjylland, rekinn af velli.

Simon Hedlund kom Brøndby yfir á 70. mínútu áður en Pavlovic gulltryggði sigurinn eins og áður sagði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.