Fótbolti

Boris vill flytja úr­slita­leikinn til Eng­lands

Anton Ingi Leifsson skrifar
Boris hefur áhuga á að flytja leikinn til Englands.
Boris hefur áhuga á að flytja leikinn til Englands. Stefan Rousseau/Getty

Forsætisráðherra Bretlands hefur hvatt UEFA til þess að flytja úrslitaleik Meistardaeildarinnar til Englands, svo áhorfendur geti mætt á völlinn.

Chelsea og Manchester City tryggðu sér í vikunni sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en hann á að fara fram í Istanbúl þann 29. maí.

Kórónuveiran gerir það erfitt fyrir stuðningsmenn liðanna að ferðast en planið var að hvert lið myndi fá sex þúsund miða á leikinn. Boris Johnson vill því flytja leikinn til Englands.

„Champions League er hápunktur í evrópskum fótbolta og með tvö ensk lið í úrslitunum væri það skömm ef stuðnigsmennirnir fengu ekki að mæta á leikinn,“ sagði Boris við The Sun.

„Það yrði ljómandi að halda þetta hér ef við getum það. Ég mun hjálpa stuðningsmönnum beggja liða svo þau geti séð sitt lið spila.“

Samkvæmt The Sun hefur komið til greina að spila leikinn á Emirates leikvanginum, St. James' Park og heimavelil Tottenham.

UEFA hefur þó engan áhuga á að flytja leikinn og reiknað er með leikurinn fari fram í Tyrklandi.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.