Óvíst að Skoski þjóðarflokkurinn tryggi sér meirihluta Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. maí 2021 22:50 Nicola Sturgeon fagnar á kosningavöku Skoska þjóðarflokksins. EPA-EFE/ROBERT PERRY Skotar gengu til kjörstaða í dag en þingkosningar fara nú fram í Skotlandi. Niðurstöður liggja enn ekki endanlega fyrir og óljóst er hvort að Skoski þjóðarflokkurinn nái að tryggja sér meirihluta í þinginu. Nái hann því er líklegt að Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, boði til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi. Eins og staðan er nú hefur flokkurinn tryggt sér 39 af 129 sætum. Frjálslyndir demókratar hafa tryggt sér fjögur sæti, Íhaldsflokkurinn hefur tryggt sér tvö og Verkamannaflokkurinn eitt. Skoski þjóðarflokkurinn tryggði sér bæði þingsæti miðborgar Edinborgar og náði að tryggja sér sæti Ayr sem íhaldsmenn höfðu áður. Þá hefur flokkurinn einnig náð að snúa Austur-Lothian en á síðasta kjörtímabili var þingmaður þess frá Verkamannaflokknum. Hér má sjá stöðuna í Skotlandi. Skoski þjóðarflokkurinn hefur tryggt sér 39 sæti það sem af er, Frjálslyndir demókratar fjögur, Íhaldsflokkurinn tvö og Verkamannaflokkurinn hefur tryggt sér eitt sæti.BBC/skjáskot Enn eiga niðurstöður frá lykilkjördæmum eftir að koma í ljós og kosningasérfræðingar í Skotlandi telja líklegt að stjórnarandstöðuflokkarnir muni tryggja sér einhverja þingmenn þar. Sir John Curtice, prófessor í stjórnmálafræði við Strathclyde háskólann, segir ólíklegt að Skoski þjóðarflokkurinn nái að tryggja sér meirihluta á þinginu en það sé þó ekki útilokað. Hægt er að fylgjast nánar með framvindu kosninganna hér. Sturgeon ávarpaði landsfund Vinstri grænna í dag á myndbandi og sagði hún þar að verði hún endurkjörin sem fyrsti ráðherra Skotlands muni hún viðhalda vináttu Skotlands og Íslands. „Ég er staðráðin í að viðhalda vináttu landa okkar, sambandi á milli ríkisstjórna okkar og þessara tveggja flokka,“ sagði Sturgeon. Hún lagði áherslu á samstarf ríkjanna í loftslagsmálum og áherslum á velferðarsamfélagið þar sem ekki væri eingöngu einblínt á hagvöxt heldur vellíðan almennings, heilbrigðismál og menntamál. Skotland Kosningar í Bretlandi Bretland Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Sjá meira
Eins og staðan er nú hefur flokkurinn tryggt sér 39 af 129 sætum. Frjálslyndir demókratar hafa tryggt sér fjögur sæti, Íhaldsflokkurinn hefur tryggt sér tvö og Verkamannaflokkurinn eitt. Skoski þjóðarflokkurinn tryggði sér bæði þingsæti miðborgar Edinborgar og náði að tryggja sér sæti Ayr sem íhaldsmenn höfðu áður. Þá hefur flokkurinn einnig náð að snúa Austur-Lothian en á síðasta kjörtímabili var þingmaður þess frá Verkamannaflokknum. Hér má sjá stöðuna í Skotlandi. Skoski þjóðarflokkurinn hefur tryggt sér 39 sæti það sem af er, Frjálslyndir demókratar fjögur, Íhaldsflokkurinn tvö og Verkamannaflokkurinn hefur tryggt sér eitt sæti.BBC/skjáskot Enn eiga niðurstöður frá lykilkjördæmum eftir að koma í ljós og kosningasérfræðingar í Skotlandi telja líklegt að stjórnarandstöðuflokkarnir muni tryggja sér einhverja þingmenn þar. Sir John Curtice, prófessor í stjórnmálafræði við Strathclyde háskólann, segir ólíklegt að Skoski þjóðarflokkurinn nái að tryggja sér meirihluta á þinginu en það sé þó ekki útilokað. Hægt er að fylgjast nánar með framvindu kosninganna hér. Sturgeon ávarpaði landsfund Vinstri grænna í dag á myndbandi og sagði hún þar að verði hún endurkjörin sem fyrsti ráðherra Skotlands muni hún viðhalda vináttu Skotlands og Íslands. „Ég er staðráðin í að viðhalda vináttu landa okkar, sambandi á milli ríkisstjórna okkar og þessara tveggja flokka,“ sagði Sturgeon. Hún lagði áherslu á samstarf ríkjanna í loftslagsmálum og áherslum á velferðarsamfélagið þar sem ekki væri eingöngu einblínt á hagvöxt heldur vellíðan almennings, heilbrigðismál og menntamál.
Skotland Kosningar í Bretlandi Bretland Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Sjá meira