Fótbolti

Pétur Theó­dór með þrennu í sigri Gróttu og ÍBV tapaði illa í Grinda­vík

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Pétur Theódór [fyrir miðju] skoraði þrennu í markasúpunni á Seltjarnarnesi í kvöld.
Pétur Theódór [fyrir miðju] skoraði þrennu í markasúpunni á Seltjarnarnesi í kvöld. Eyjólfur Garðarson

Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í knattspyrnu í kvöld. Grótta vann Þór Akureyri 4-3 og Grindavík vann ÍBV 3-1.

Á Seltjarnarnesi voru Þórsarar í heimsókn. Liban Abdulahi kom gestunum yfir eftir stundarfjórðung en Pétur Theódór Árnason jafnaði metin úr vítaspyrnu þegar rúmur hálftími var liðinn. Staðan 1-1 í hálfleik.

Ólafur Aron Pétursson kom gestunum yfir á nýjan leik í síðari hálfleik en Pétur Theódór svaraði með tveimur mörkum fyrir heimamenn og staðan orðin 3-2 áður en Sölvi Björnsson bætti við fjórða marki Gróttu, einnig úr vítaspyrnu.

Ólafur Aron minnkaði muninn í 4-3 – einnig úr vítaspyrnu – á 78. mínútu. Petar Planic lét svo reka sig út af í liði Þórs undir lok leiks svo gestirnir voru manni færri er leiknum lauk. Lokatölur á Seltjarnarnesi 4-3.

Í Grindavík var ÍBV í heimsókn. Sigurður Bjartur Hallsson kom heimamönnum yfir snemma leiks og Sigurjón Rúnarsson tvöfaldaði forystuna fyrir hálfleik. Viktor Guðberg Hauksson skoraði þriðja mark heimamanna í síðari hálfleik áður en Sito minnkaði muninn.

Lokatölur 3-1 heimamönnum í vil og ÍBV, sem er almennt spáð sigri í deildinni, byrjar tímabilið því á tapi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.