Ekki lengur bólusett eftir aldri Eiður Þór Árnason skrifar 7. maí 2021 17:14 Það hefur verið líflegt í Laugardalshöll síðustu daga og vikur. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bólusetning gegn Covid-19 verði hér eftir framkvæmd með tilviljunarkenndum hætti innan hvers forgangshóps í stað þess að einstaklingar séu boðaðir eftir aldri. Þýðir þetta að yngra fólk sem tilheyrir ekki forgangshópi geti átt von á því að vera boðað fyrr í bólusetningu en áður. Breytingin er meðal annars gerð í ljósi upplýsinga úr nýju líkani Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) sem kynnt var í síðustu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu en þar segir að þetta sé gert til að ná samhliða bólusetningu þvert á aldurshópa og ná þannig fyrr hjarðónæmi í samræmi við niðurstöðu ÍE. Nú hafa um 140 þúsund einstaklingar fengið minnst einn skammt af bóluefni hér á landi. Er það um 48% þeirra sem áætlað er að bólusetja. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafði áður gefið út að líklega yrði farið dreift í aldurshópana eftir að bólusetningu forgangshópa væri lokið. Þá hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir einnig tekið vel í hugmyndina. Hniki boðun til um tvær vikur að meðaltali Svandís sagði á þriðjudag að bólusetning með slembiúrtaki myndi að jafnaði flýta eða seinka bólusetningu einstaklinga um tvær vikur samanborið við fyrra fyrirkomulag þar sem boðað var eftir aldri. Um 51 þúsund manns hafa nú verið fullbólusettir gegn Covid-19 og áfram stendur yfir bólusetning einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma (hópur 7). Í vikunni hófst svo bólusetning starfsmanna leik- og grunnskóla og flug- og skipsáhafna (hópur 8) og enn fremur einstaklinga í félagslega viðkvæmri stöðu (hópur 9). Samhliða því hefur einstaklingum í hópi 10 verið boðin bólusetning en þeim hópi tilheyra allir sem ekki eru í forgangshópi. Stærsti bólusetningadagurinn til þessa fór fram í gær þegar 17.111 einstaklingar fengu ýmist sinn fyrri eða seinni skammt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Telja skynsamlegra að bólusetja yngri fyrst eða beita slembiúrtaki Skynsamlegt væri að breyta fyrirkomulagi bólusetninga og bólusetja annað hvort yngsta aldurshópinn næst eða beita slembiúrtaki að mati forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Ekki sé hægt að aflétta takmörkunum á grundvelli bólusetninga fyrr en sjötíu prósent landsmanna hafa verið bólusettir. 29. apríl 2021 17:36 Gæti orðið skynsamlegt að bólusetja yngri fyrr Yfirvöld skoða hvort ráðist verði í handahófskenndar bólusetningar þegar búið er að verja viðkvæmustu hópana. Sextíu og sex þúsund skammtar af bóluefni hafa verið staðfestir til landsins í maí. 30. apríl 2021 20:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Sjá meira
Breytingin er meðal annars gerð í ljósi upplýsinga úr nýju líkani Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) sem kynnt var í síðustu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu en þar segir að þetta sé gert til að ná samhliða bólusetningu þvert á aldurshópa og ná þannig fyrr hjarðónæmi í samræmi við niðurstöðu ÍE. Nú hafa um 140 þúsund einstaklingar fengið minnst einn skammt af bóluefni hér á landi. Er það um 48% þeirra sem áætlað er að bólusetja. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafði áður gefið út að líklega yrði farið dreift í aldurshópana eftir að bólusetningu forgangshópa væri lokið. Þá hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir einnig tekið vel í hugmyndina. Hniki boðun til um tvær vikur að meðaltali Svandís sagði á þriðjudag að bólusetning með slembiúrtaki myndi að jafnaði flýta eða seinka bólusetningu einstaklinga um tvær vikur samanborið við fyrra fyrirkomulag þar sem boðað var eftir aldri. Um 51 þúsund manns hafa nú verið fullbólusettir gegn Covid-19 og áfram stendur yfir bólusetning einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma (hópur 7). Í vikunni hófst svo bólusetning starfsmanna leik- og grunnskóla og flug- og skipsáhafna (hópur 8) og enn fremur einstaklinga í félagslega viðkvæmri stöðu (hópur 9). Samhliða því hefur einstaklingum í hópi 10 verið boðin bólusetning en þeim hópi tilheyra allir sem ekki eru í forgangshópi. Stærsti bólusetningadagurinn til þessa fór fram í gær þegar 17.111 einstaklingar fengu ýmist sinn fyrri eða seinni skammt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Telja skynsamlegra að bólusetja yngri fyrst eða beita slembiúrtaki Skynsamlegt væri að breyta fyrirkomulagi bólusetninga og bólusetja annað hvort yngsta aldurshópinn næst eða beita slembiúrtaki að mati forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Ekki sé hægt að aflétta takmörkunum á grundvelli bólusetninga fyrr en sjötíu prósent landsmanna hafa verið bólusettir. 29. apríl 2021 17:36 Gæti orðið skynsamlegt að bólusetja yngri fyrr Yfirvöld skoða hvort ráðist verði í handahófskenndar bólusetningar þegar búið er að verja viðkvæmustu hópana. Sextíu og sex þúsund skammtar af bóluefni hafa verið staðfestir til landsins í maí. 30. apríl 2021 20:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Sjá meira
Telja skynsamlegra að bólusetja yngri fyrst eða beita slembiúrtaki Skynsamlegt væri að breyta fyrirkomulagi bólusetninga og bólusetja annað hvort yngsta aldurshópinn næst eða beita slembiúrtaki að mati forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Ekki sé hægt að aflétta takmörkunum á grundvelli bólusetninga fyrr en sjötíu prósent landsmanna hafa verið bólusettir. 29. apríl 2021 17:36
Gæti orðið skynsamlegt að bólusetja yngri fyrr Yfirvöld skoða hvort ráðist verði í handahófskenndar bólusetningar þegar búið er að verja viðkvæmustu hópana. Sextíu og sex þúsund skammtar af bóluefni hafa verið staðfestir til landsins í maí. 30. apríl 2021 20:00