Framlengir núgildandi takmarkanir um eina viku Eiður Þór Árnason skrifar 4. maí 2021 11:12 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fyrir utan Ráðherrabústaðinn í dag. Vísir/vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar að framlengja gildistíma núgildandi sóttvarnaráðstafana um eina viku eða út 12. maí. Reglugerðin hefði að óbreyttu runnið út á miðnætti á morgun. Líklega verður fólk boðað í bólusetningu af handahófi eftir að forgangshópar verða kláraðir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til að staldrað yrði við í eina til tvær vikur til að ná aðeins betur stjórn á stöðu faraldursins innanlands en Svandís ákvað að framlengja núgildandi aðgerðir um eina viku. Þetta sagði hún að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Svandís telur að forsendur verði til þess að taka skref til afléttingar á aðgerðum innanlands í næstu viku í samræmi við áætlanir stjórnvalda. Tekur hún þar undir það sem sóttvarnalæknir sagði í minnisblaði sínu til ráðherra. „Þó að vel hafi gengið að halda faraldrinum í skefjum hér að undanförnu þá tel ég ráðlegt að fara varlega í allar afléttingar á takmörkunum innanlands þannig að ekki komi bakslag í útbreiðslu sýkinga. Hins vegar eru, að öllum líkindum, allar forsendur til þess að hægt verði að ráðast í frekari afléttingar á komandi vikum,“ segir í minnisblaði Þórólfs. Muni líklega hefja bólusetningu með slembiúrtaki Svandís sagði það mjög jákvætt að smit hafi fyrst og fremst verið að greinast í sóttkví undanfarna daga. Þá hafi bólusetning gengið vel og tekið fram úr áætlunum ríkisstjórnarinnar. Svandís vonast til að geta haldið áfram að aflétta aðgerðum innanlands sem fyrst. Ákvörðun um hvort farið verði í slembiúrtak í bólusetningum verður tekin á allra næstu dögum en niðurstöður Íslenskrar erfðagreiningar benda til að með þeim hætti verði hægt að ná hjarðónæmi fyrr. Að sögn Svandísar verður að öllum líkindum ákveðið að fara dreift í aldurshópana eftir að bólusetningu forgangshópa lýkur. Samanborið við núverandi áætlun gæti slík aðferð að jafnaði flýtt eða seinkað bólusetningu einstaklinga um tvær vikur. Núgildandi takmarkanir Áfram mun almennt vera tuttugu manna hámarksfjöldi í hverju rými út 12. maí næstkomandi. Sund- og baðstöðum og heilsu- og líkamsræktarstöðvum er heimilt að taka á móti helmingi af leyfilegum hámarksfjölda gesta, auk þess sem íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna eru heimilar án áhorfenda. Sviðslistir, þar með talið kórastarf, eru heimilar með allt að 50 manns á sviði og 100 sitjandi gestum í hverju hólfi, auk annarra skilyrða. Hámarksfjöldi við athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga eru 30 manns en 100 manns mega vera viðstaddir útfarir. Veitingastaðir, skemmtistaðir og krár mega hafa opið til klukkan 21 og hafa að hámarki 30 gesti í rými með 2 metra nálægðarmörkum. Allir gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn klukkan 22. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sex greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist utan sóttkvíar. Um er að ræða fyrsta smitið sem greinist utan sóttkvíar hér á landi frá 28. apríl. 4. maí 2021 10:57 Bein útsending: Svandís ræðir breytingar á aðgerðum innanlands Nú stendur yfir reglulegur þriðjudagsfundur ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. 4. maí 2021 10:32 Telja skynsamlegra að bólusetja yngri fyrst eða beita slembiúrtaki Skynsamlegt væri að breyta fyrirkomulagi bólusetninga og bólusetja annað hvort yngsta aldurshópinn næst eða beita slembiúrtaki að mati forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Ekki sé hægt að aflétta takmörkunum á grundvelli bólusetninga fyrr en sjötíu prósent landsmanna hafa verið bólusettir. 29. apríl 2021 17:36 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til að staldrað yrði við í eina til tvær vikur til að ná aðeins betur stjórn á stöðu faraldursins innanlands en Svandís ákvað að framlengja núgildandi aðgerðir um eina viku. Þetta sagði hún að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Svandís telur að forsendur verði til þess að taka skref til afléttingar á aðgerðum innanlands í næstu viku í samræmi við áætlanir stjórnvalda. Tekur hún þar undir það sem sóttvarnalæknir sagði í minnisblaði sínu til ráðherra. „Þó að vel hafi gengið að halda faraldrinum í skefjum hér að undanförnu þá tel ég ráðlegt að fara varlega í allar afléttingar á takmörkunum innanlands þannig að ekki komi bakslag í útbreiðslu sýkinga. Hins vegar eru, að öllum líkindum, allar forsendur til þess að hægt verði að ráðast í frekari afléttingar á komandi vikum,“ segir í minnisblaði Þórólfs. Muni líklega hefja bólusetningu með slembiúrtaki Svandís sagði það mjög jákvætt að smit hafi fyrst og fremst verið að greinast í sóttkví undanfarna daga. Þá hafi bólusetning gengið vel og tekið fram úr áætlunum ríkisstjórnarinnar. Svandís vonast til að geta haldið áfram að aflétta aðgerðum innanlands sem fyrst. Ákvörðun um hvort farið verði í slembiúrtak í bólusetningum verður tekin á allra næstu dögum en niðurstöður Íslenskrar erfðagreiningar benda til að með þeim hætti verði hægt að ná hjarðónæmi fyrr. Að sögn Svandísar verður að öllum líkindum ákveðið að fara dreift í aldurshópana eftir að bólusetningu forgangshópa lýkur. Samanborið við núverandi áætlun gæti slík aðferð að jafnaði flýtt eða seinkað bólusetningu einstaklinga um tvær vikur. Núgildandi takmarkanir Áfram mun almennt vera tuttugu manna hámarksfjöldi í hverju rými út 12. maí næstkomandi. Sund- og baðstöðum og heilsu- og líkamsræktarstöðvum er heimilt að taka á móti helmingi af leyfilegum hámarksfjölda gesta, auk þess sem íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna eru heimilar án áhorfenda. Sviðslistir, þar með talið kórastarf, eru heimilar með allt að 50 manns á sviði og 100 sitjandi gestum í hverju hólfi, auk annarra skilyrða. Hámarksfjöldi við athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga eru 30 manns en 100 manns mega vera viðstaddir útfarir. Veitingastaðir, skemmtistaðir og krár mega hafa opið til klukkan 21 og hafa að hámarki 30 gesti í rými með 2 metra nálægðarmörkum. Allir gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn klukkan 22. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sex greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist utan sóttkvíar. Um er að ræða fyrsta smitið sem greinist utan sóttkvíar hér á landi frá 28. apríl. 4. maí 2021 10:57 Bein útsending: Svandís ræðir breytingar á aðgerðum innanlands Nú stendur yfir reglulegur þriðjudagsfundur ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. 4. maí 2021 10:32 Telja skynsamlegra að bólusetja yngri fyrst eða beita slembiúrtaki Skynsamlegt væri að breyta fyrirkomulagi bólusetninga og bólusetja annað hvort yngsta aldurshópinn næst eða beita slembiúrtaki að mati forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Ekki sé hægt að aflétta takmörkunum á grundvelli bólusetninga fyrr en sjötíu prósent landsmanna hafa verið bólusettir. 29. apríl 2021 17:36 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Sex greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist utan sóttkvíar. Um er að ræða fyrsta smitið sem greinist utan sóttkvíar hér á landi frá 28. apríl. 4. maí 2021 10:57
Bein útsending: Svandís ræðir breytingar á aðgerðum innanlands Nú stendur yfir reglulegur þriðjudagsfundur ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. 4. maí 2021 10:32
Telja skynsamlegra að bólusetja yngri fyrst eða beita slembiúrtaki Skynsamlegt væri að breyta fyrirkomulagi bólusetninga og bólusetja annað hvort yngsta aldurshópinn næst eða beita slembiúrtaki að mati forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Ekki sé hægt að aflétta takmörkunum á grundvelli bólusetninga fyrr en sjötíu prósent landsmanna hafa verið bólusettir. 29. apríl 2021 17:36
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent