Banaslysið í Plastgerðinni: Þrír yfirmenn dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. maí 2021 16:29 Dómur var kveðinn upp í dag. Vísir/Vilhelm Þrír yfirmenn hjá Plastgerð Suðurnesja hafa verið dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því í júlí 2017 þegar undirmaður þeirra klemmdist í vinnuvél og dó í kjölfarið. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm sinn í dag. Dómurinn leit til þess að starfsmaðurinn hefði verið undir áhrifum fíkniefna og lyfja þegar slysið varð. Karlmaðurinn sem lést var að vinna á vinnuvél, svokallaðri frauðpressuvél, í Plastgerðinni. Öryggisbúnaður á vélinni sem hann starfaði við hafði verið gerður óvirkur sem leiddi til þess að hann klemmdist í vélinni við gangsetningu hennar með þeim afleiðingum að hann lést. Brutu ýmis lög Einn yfirmannanna, verkstjóri hjá verksmiðjunni, var ákærður fyrir manndráp af gáleysi og brot gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Hinir mennirnir tveir, annar framkvæmdastjóri og hinn verkstjóri en báðir eigendur verksmiðjunnar, voru ákærðir fyrir hlutdeild í manndrápi af gáleysi og brot gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Þá var framkvæmdastjórinn einnig ákærður fyrir að hafa gefið fyrirmæli um að gangsetja allar vélarnar í vinnslusal Plastgerðarinnar. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að þeir hefðu allir gerst sekir um það sem þeim var gefið að sök að því frátöldu að annar eigandinn var sýknaður af því að hafa ekki upplýst starfsmenn fyrirtækisins um að öryggisbúnaður vélarinnar hefði verið óvirkjaður. Hann hefði verið í sumarfríi og fjarri vinnustaðnum þegar verkstjórinn upplýsti hann um að hann hefði aftengt búnaðinn. Undir áhrifum fíkniefna og lyfja Verkstjórinn fékk sextíu daga skilorðsbundinn dóm en hinir tveir þrjátíu daga skilorðsbundna dóma. Einkaréttakröfum móður hins látna og bróður var vísað frá dómi. Við ákvörðun refsingar mannanna þriggja var horft til þess að þeir höfðu ekki áður sætt refsingu. Þá var tekið tillit til þess að við krufningu á líki mannsins mældist hár styrkur amfetamíns í blóði auk kannabisefna og lyfsins mídazólam. Sérfræðingur í réttarlæknisfræði taldi ekki loku fyrir það skotið að lyfið ásamt fíkniefnum hefði haft samverkandi áhrif á athyglisgáfu hans og árvekni. Í því ljósi þótti Héraðsdómi Reykjaness ekki óvarlegt að ætla að maðurinn hefði sjálfur átt nokkra sök á slysinu. Á hinn bóginn bæri einnig að líta til alvarleika brots ákærðu, en dómurinn sló því föstu að hver þeirra bæri á sinn hátt ábyrgð á því að mannsbani hlaust af gáleysi þeirra. Þótt rétt að skilorðsbinda refsinguna í samræmi við dómvenju í slíkum málum og því að útgáfa ákæru dróst úr hófi án þess að þremur ákærðu væri um að kenna. Hinn látni hét Pawel Giniewicz og hafði búið á Íslandi í nokkur ár þegar hann lést. Hann var fæddur árið 1985 og 32 ára þegar hann dó. Dómur Héraðsdóms Reykjaness. Dómsmál Vinnuslys Tengdar fréttir Tveir eigendur og verkstjóri Plastgerðarinnar ákærðir vegna banaslyss Þrír menn sem starfa sem yfirmenn í Plastgerð Suðurnesja hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í manndrápi af gáleysi eftir að undirmaður þeirra lést í vinnuslysi í Plastgerðinni í júlí 2017. 9. desember 2020 17:10 Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Keflavík Maðurinn sem lést í vinnuslysi í Plastgerð Suðurnesja í gær hét Pawel Giniewicz. 22. júlí 2017 14:22 Lést eftir vinnuslys í Keflavík Maðurinn sem slasaðist við vinnu sína í Plastgerð Suðurnesja í dag er látinn. 21. júlí 2017 19:17 Alvarlega slasaður eftir vinnuslys í Keflavík Starfsmaður hjá Plastgerð Suðurnesja er talinn alvarlega slasaður eftir vinnuslys sem varð um hádegisbil í dag. 21. júlí 2017 14:10 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Sjá meira
Karlmaðurinn sem lést var að vinna á vinnuvél, svokallaðri frauðpressuvél, í Plastgerðinni. Öryggisbúnaður á vélinni sem hann starfaði við hafði verið gerður óvirkur sem leiddi til þess að hann klemmdist í vélinni við gangsetningu hennar með þeim afleiðingum að hann lést. Brutu ýmis lög Einn yfirmannanna, verkstjóri hjá verksmiðjunni, var ákærður fyrir manndráp af gáleysi og brot gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Hinir mennirnir tveir, annar framkvæmdastjóri og hinn verkstjóri en báðir eigendur verksmiðjunnar, voru ákærðir fyrir hlutdeild í manndrápi af gáleysi og brot gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Þá var framkvæmdastjórinn einnig ákærður fyrir að hafa gefið fyrirmæli um að gangsetja allar vélarnar í vinnslusal Plastgerðarinnar. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að þeir hefðu allir gerst sekir um það sem þeim var gefið að sök að því frátöldu að annar eigandinn var sýknaður af því að hafa ekki upplýst starfsmenn fyrirtækisins um að öryggisbúnaður vélarinnar hefði verið óvirkjaður. Hann hefði verið í sumarfríi og fjarri vinnustaðnum þegar verkstjórinn upplýsti hann um að hann hefði aftengt búnaðinn. Undir áhrifum fíkniefna og lyfja Verkstjórinn fékk sextíu daga skilorðsbundinn dóm en hinir tveir þrjátíu daga skilorðsbundna dóma. Einkaréttakröfum móður hins látna og bróður var vísað frá dómi. Við ákvörðun refsingar mannanna þriggja var horft til þess að þeir höfðu ekki áður sætt refsingu. Þá var tekið tillit til þess að við krufningu á líki mannsins mældist hár styrkur amfetamíns í blóði auk kannabisefna og lyfsins mídazólam. Sérfræðingur í réttarlæknisfræði taldi ekki loku fyrir það skotið að lyfið ásamt fíkniefnum hefði haft samverkandi áhrif á athyglisgáfu hans og árvekni. Í því ljósi þótti Héraðsdómi Reykjaness ekki óvarlegt að ætla að maðurinn hefði sjálfur átt nokkra sök á slysinu. Á hinn bóginn bæri einnig að líta til alvarleika brots ákærðu, en dómurinn sló því föstu að hver þeirra bæri á sinn hátt ábyrgð á því að mannsbani hlaust af gáleysi þeirra. Þótt rétt að skilorðsbinda refsinguna í samræmi við dómvenju í slíkum málum og því að útgáfa ákæru dróst úr hófi án þess að þremur ákærðu væri um að kenna. Hinn látni hét Pawel Giniewicz og hafði búið á Íslandi í nokkur ár þegar hann lést. Hann var fæddur árið 1985 og 32 ára þegar hann dó. Dómur Héraðsdóms Reykjaness.
Dómsmál Vinnuslys Tengdar fréttir Tveir eigendur og verkstjóri Plastgerðarinnar ákærðir vegna banaslyss Þrír menn sem starfa sem yfirmenn í Plastgerð Suðurnesja hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í manndrápi af gáleysi eftir að undirmaður þeirra lést í vinnuslysi í Plastgerðinni í júlí 2017. 9. desember 2020 17:10 Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Keflavík Maðurinn sem lést í vinnuslysi í Plastgerð Suðurnesja í gær hét Pawel Giniewicz. 22. júlí 2017 14:22 Lést eftir vinnuslys í Keflavík Maðurinn sem slasaðist við vinnu sína í Plastgerð Suðurnesja í dag er látinn. 21. júlí 2017 19:17 Alvarlega slasaður eftir vinnuslys í Keflavík Starfsmaður hjá Plastgerð Suðurnesja er talinn alvarlega slasaður eftir vinnuslys sem varð um hádegisbil í dag. 21. júlí 2017 14:10 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Sjá meira
Tveir eigendur og verkstjóri Plastgerðarinnar ákærðir vegna banaslyss Þrír menn sem starfa sem yfirmenn í Plastgerð Suðurnesja hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í manndrápi af gáleysi eftir að undirmaður þeirra lést í vinnuslysi í Plastgerðinni í júlí 2017. 9. desember 2020 17:10
Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Keflavík Maðurinn sem lést í vinnuslysi í Plastgerð Suðurnesja í gær hét Pawel Giniewicz. 22. júlí 2017 14:22
Lést eftir vinnuslys í Keflavík Maðurinn sem slasaðist við vinnu sína í Plastgerð Suðurnesja í dag er látinn. 21. júlí 2017 19:17
Alvarlega slasaður eftir vinnuslys í Keflavík Starfsmaður hjá Plastgerð Suðurnesja er talinn alvarlega slasaður eftir vinnuslys sem varð um hádegisbil í dag. 21. júlí 2017 14:10