Vildi ekki hleypa henni á æfingu með Glódísi: „Fótbolti er ekki vinna“ Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2021 09:00 Katrine Veje og Glódís Perla Viggósdóttir komust með Rosengård í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en þar féll liðið út gegn Bayern München. Getty/Sebastian Widmann Knattspyrnukonunni Katrine Veje var bannað að ferðast yfir landamærin á milli Danmerkur og Svíþjóðar til að komast á æfingu með liði sínu í gær. Ástæðan sem henni var gefin upp var sú að fótbolti væri ekki atvinna. Veje er liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur hjá sænska knattspyrnufélaginu Rosengård, á að baki vel yfir 100 landsleiki fyrir Danmörku og hefur spilað fyrir lið á borð við Montpellier og Arsenal. Veje býr í Danmörku en þaðan er stutt fyrir hana að ferðast með lest yfir landamærin til Malmö á æfingu með Rosengård. Þrátt fyrir ferðatakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins hefur Veje getað ferðast á æfingar án vandræða, það er að segja þangað til í gær. „Ef að maður starfar ekki í Svíþjóð þá þarf maður að hafa smitpróf með sér þegar maður ferðast á milli landanna. Ef að maður hins vegar starfar í Svíþjóð er nóg að taka eitt próf í viku,“ sagði Veje við Aftonbladet. Hélt að hann væri að grínast Hún tók síðasta próf sitt á mánudaginn. Það taldi lögreglumaður sem stöðvaði Veje hins vegar ekki duga til: „Hann sagði að fótbolti væri ekki vinna og að ég þyrfti að fara aftur til Danmerkur. Ég fór bara að hlæja því ég hélt að hann væri að grínast,“ sagði Veje. Lögreglumaðurinn var hins vegar ekki að grínast og Veje, sem lék í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir mánuði síðan, var vísað út úr lestinni. „Þeir [lögregluþjónarnir] þekkja mig yfirleitt ekki en ef að maður nefnir Rosengård þá vita þeir oftast að það er gott lið sem leikur í Meistaradeildinni,“ sagði Veje. Komst loks á æfinguna Hún þurfti sem betur fer bara að bíða í tíu mínútur áður en hún gat tekið næstu lest, eftir að kollegi lögreglumannsins kom til bjargar, og náði þar með á æfingu í tæka tíð. „Hinn lögreglumaðurinn sagði „þetta er vinnan hennar“. Ég gat því hoppað upp í næstu lest,“ sagði Veje sem fékk þó enga afsökunarbeiðni. Hún tók hins vegar fram að lögreglumennirnir væru oftast mjög vinalegir: „Þetta var bara einn af hundrað lögreglumönnum. Ég var bara óheppin að lenda á honum.“ Sænski boltinn Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Veje er liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur hjá sænska knattspyrnufélaginu Rosengård, á að baki vel yfir 100 landsleiki fyrir Danmörku og hefur spilað fyrir lið á borð við Montpellier og Arsenal. Veje býr í Danmörku en þaðan er stutt fyrir hana að ferðast með lest yfir landamærin til Malmö á æfingu með Rosengård. Þrátt fyrir ferðatakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins hefur Veje getað ferðast á æfingar án vandræða, það er að segja þangað til í gær. „Ef að maður starfar ekki í Svíþjóð þá þarf maður að hafa smitpróf með sér þegar maður ferðast á milli landanna. Ef að maður hins vegar starfar í Svíþjóð er nóg að taka eitt próf í viku,“ sagði Veje við Aftonbladet. Hélt að hann væri að grínast Hún tók síðasta próf sitt á mánudaginn. Það taldi lögreglumaður sem stöðvaði Veje hins vegar ekki duga til: „Hann sagði að fótbolti væri ekki vinna og að ég þyrfti að fara aftur til Danmerkur. Ég fór bara að hlæja því ég hélt að hann væri að grínast,“ sagði Veje. Lögreglumaðurinn var hins vegar ekki að grínast og Veje, sem lék í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir mánuði síðan, var vísað út úr lestinni. „Þeir [lögregluþjónarnir] þekkja mig yfirleitt ekki en ef að maður nefnir Rosengård þá vita þeir oftast að það er gott lið sem leikur í Meistaradeildinni,“ sagði Veje. Komst loks á æfinguna Hún þurfti sem betur fer bara að bíða í tíu mínútur áður en hún gat tekið næstu lest, eftir að kollegi lögreglumannsins kom til bjargar, og náði þar með á æfingu í tæka tíð. „Hinn lögreglumaðurinn sagði „þetta er vinnan hennar“. Ég gat því hoppað upp í næstu lest,“ sagði Veje sem fékk þó enga afsökunarbeiðni. Hún tók hins vegar fram að lögreglumennirnir væru oftast mjög vinalegir: „Þetta var bara einn af hundrað lögreglumönnum. Ég var bara óheppin að lenda á honum.“
Sænski boltinn Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira