Vildi ekki hleypa henni á æfingu með Glódísi: „Fótbolti er ekki vinna“ Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2021 09:00 Katrine Veje og Glódís Perla Viggósdóttir komust með Rosengård í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en þar féll liðið út gegn Bayern München. Getty/Sebastian Widmann Knattspyrnukonunni Katrine Veje var bannað að ferðast yfir landamærin á milli Danmerkur og Svíþjóðar til að komast á æfingu með liði sínu í gær. Ástæðan sem henni var gefin upp var sú að fótbolti væri ekki atvinna. Veje er liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur hjá sænska knattspyrnufélaginu Rosengård, á að baki vel yfir 100 landsleiki fyrir Danmörku og hefur spilað fyrir lið á borð við Montpellier og Arsenal. Veje býr í Danmörku en þaðan er stutt fyrir hana að ferðast með lest yfir landamærin til Malmö á æfingu með Rosengård. Þrátt fyrir ferðatakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins hefur Veje getað ferðast á æfingar án vandræða, það er að segja þangað til í gær. „Ef að maður starfar ekki í Svíþjóð þá þarf maður að hafa smitpróf með sér þegar maður ferðast á milli landanna. Ef að maður hins vegar starfar í Svíþjóð er nóg að taka eitt próf í viku,“ sagði Veje við Aftonbladet. Hélt að hann væri að grínast Hún tók síðasta próf sitt á mánudaginn. Það taldi lögreglumaður sem stöðvaði Veje hins vegar ekki duga til: „Hann sagði að fótbolti væri ekki vinna og að ég þyrfti að fara aftur til Danmerkur. Ég fór bara að hlæja því ég hélt að hann væri að grínast,“ sagði Veje. Lögreglumaðurinn var hins vegar ekki að grínast og Veje, sem lék í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir mánuði síðan, var vísað út úr lestinni. „Þeir [lögregluþjónarnir] þekkja mig yfirleitt ekki en ef að maður nefnir Rosengård þá vita þeir oftast að það er gott lið sem leikur í Meistaradeildinni,“ sagði Veje. Komst loks á æfinguna Hún þurfti sem betur fer bara að bíða í tíu mínútur áður en hún gat tekið næstu lest, eftir að kollegi lögreglumannsins kom til bjargar, og náði þar með á æfingu í tæka tíð. „Hinn lögreglumaðurinn sagði „þetta er vinnan hennar“. Ég gat því hoppað upp í næstu lest,“ sagði Veje sem fékk þó enga afsökunarbeiðni. Hún tók hins vegar fram að lögreglumennirnir væru oftast mjög vinalegir: „Þetta var bara einn af hundrað lögreglumönnum. Ég var bara óheppin að lenda á honum.“ Sænski boltinn Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira
Veje er liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur hjá sænska knattspyrnufélaginu Rosengård, á að baki vel yfir 100 landsleiki fyrir Danmörku og hefur spilað fyrir lið á borð við Montpellier og Arsenal. Veje býr í Danmörku en þaðan er stutt fyrir hana að ferðast með lest yfir landamærin til Malmö á æfingu með Rosengård. Þrátt fyrir ferðatakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins hefur Veje getað ferðast á æfingar án vandræða, það er að segja þangað til í gær. „Ef að maður starfar ekki í Svíþjóð þá þarf maður að hafa smitpróf með sér þegar maður ferðast á milli landanna. Ef að maður hins vegar starfar í Svíþjóð er nóg að taka eitt próf í viku,“ sagði Veje við Aftonbladet. Hélt að hann væri að grínast Hún tók síðasta próf sitt á mánudaginn. Það taldi lögreglumaður sem stöðvaði Veje hins vegar ekki duga til: „Hann sagði að fótbolti væri ekki vinna og að ég þyrfti að fara aftur til Danmerkur. Ég fór bara að hlæja því ég hélt að hann væri að grínast,“ sagði Veje. Lögreglumaðurinn var hins vegar ekki að grínast og Veje, sem lék í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir mánuði síðan, var vísað út úr lestinni. „Þeir [lögregluþjónarnir] þekkja mig yfirleitt ekki en ef að maður nefnir Rosengård þá vita þeir oftast að það er gott lið sem leikur í Meistaradeildinni,“ sagði Veje. Komst loks á æfinguna Hún þurfti sem betur fer bara að bíða í tíu mínútur áður en hún gat tekið næstu lest, eftir að kollegi lögreglumannsins kom til bjargar, og náði þar með á æfingu í tæka tíð. „Hinn lögreglumaðurinn sagði „þetta er vinnan hennar“. Ég gat því hoppað upp í næstu lest,“ sagði Veje sem fékk þó enga afsökunarbeiðni. Hún tók hins vegar fram að lögreglumennirnir væru oftast mjög vinalegir: „Þetta var bara einn af hundrað lögreglumönnum. Ég var bara óheppin að lenda á honum.“
Sænski boltinn Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira