Innlent

Gátu fengið 921 milljón króna fyrir Kirkjuhús árið 2017

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Kirkjuhúsið við Laugaveg var selt í október.
Kirkjuhúsið við Laugaveg var selt í október. Vísir/Hanna

Þjóðkirkjan hefði getað fengið 921 milljón krónur fyrir Kirkjuhúsið við Laugaveg árið 2017 en húsið var selt í fyrra á 451 milljón krónur. Fyrrnefnda tilboðinu var hafnað að tillögu biskups.

Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.

Kirkjuhúsið var selt til SF Invest í október síðastliðnum en kirkjuráði höfðu áður borist boð sem voru á bilinu 800 til 921 milljón króna.

Að því er fram kom í tillögu frá Agnesi Sigurðardóttur biskupi á sínum tíma þá uppfylltu tilboðin ekki „þær væntingar sem lagt var upp með varðandi söluna“.

Fréttablaðið hefur eftir Pétri Markan að óformlegar umræður um sölu Kirkjuhússins hafi staðið yfir í mörg ár og jafnvel áratugi en húsið hafi fyrst farið í formlegt söluferli árið 2019.

„Hvað þetta mál varðar er augljóst að ekki var einhugur um málið eins og ferlið blasir við mér, fyrr en árið sem eignin var seld,“ segir Pétur. „Kannski er vandamálið það að kauptilboð bárust og komu jafnvel til umræðu án formlegra ákvarðana um sölu.“


Tengdar fréttir

Kirkju­húsið selt einum stofn­enda Nikita

Kirkjumálasjóður hefur selt fyrrum húsnæði Biskupsstofu við Laugaveg 31. Fyrirtækið S&H Invest hefur keypt húsið og er það í eigu Valdimars Kristins Hannessonar og fjölskyldu hans.

Boðin staðgreiðsla fyrir Laugaveg 31

Hæsta tilboð í Kirkjuhúsið hljóðaði upp á staðgreiðslu. Kirkjuráð hafnaði því sem og öllum öðrum. Heldur starf kirkjunnar því áfram á Laugavegi. Einn meðlimur kirkjuráðs segir miður að söluferlið hafi farið svona.

Stór fasteignafélög bítast um Kirkjuhúsið á Laugavegi 31

„Það komu fram ýmsar pælingar um hvað hugsanlegt væri að fá fyrir eignina og við getum sagt að tilboðin séu á því róli,“ segir Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, um tilboð í Laugaveg 31 sem hýsir Kirkjuhúsið.

Laugavegur 31 gæti fært kirkjunni yfir milljarð

Laugavegur 31 hentar ekki fyrir starfsemi þjóðkirkjunnar og er til sölu. Áhugasamir kaupendur spyrja um húsið nánast í hverri viku segir fulltrúi í kirkjuráði sem kveður þó ekki öruggt að af sölunni verði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×