Laugavegur 31 gæti fært kirkjunni yfir milljarð Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. janúar 2017 05:00 Laugavegur 31 er nú miðpunktur í rannsókn á hvarfi og andláti Birnu Brjánsdóttur. vísir/ernir „Ég hugsa að það megi segja að þetta sé eitt dýrasta skrifstofuhúsnæði á Íslandi,“ segir Svana Helen Björnsdóttir, fulltrúi í Kirkjuráði sem sett hefur Kirkjuhúsið á Laugvegi 31 á sölu. „Það hefur lengi verið rætt um að selja þetta hús, aðallega til þess að komast í húsnæði sem hentaði betur starfseminni á biskupsstofu. Húsið er á mörgum hæðum og nýtist illa. Neðsta hæðin er eiginlega bara eitt stórt anddyri þannig að nýtingin er ekki góð fyrir skrifstofustarfsemi. Svo er komin viðhaldsþörf,“ segir Svana.Svana Helen Björnsdóttir.Aðspurð segir Svana þjóðkirkjuna ekki hafa augastað á nýju húsnæði eða staðsetningu. „Við erum bara að athuga hvaða verð við gætum fengið fyrir húsið. Við höfum sett húsið á sölu en það er engin skuldbinding að selja. Við myndum gjarnan vilja komast í hentugra húsnæði og koma líka ýmsum öðrum þáttum kirkjunnar undir það sama þak. “ Húseigninni var reyndar sýndur mikill áhugi áður en hún var sett á sölu. „Það koma í hverjum mánuði, nánast í hverri viku, aðilar sem sýna húsinu áhuga – ekki bara fasteignasalar heldur aðilar sem vilja hreinlega kaupa húsið undir ýmiss konar verslunar- og þjónustustarfsemi,“ svarar Svana. Sverrir Kristinsson, fasteignasali hjá Eignamiðlun, segir nokkra nú þegar hafa spurt um húsið. Sverrir líkir Laugavegi 31 við Reykjavíkurapótek og Eimskipafélagshúsið en hann kom að sölu beggja þessara eigna á sínum tíma. „Þetta er eitt allra fallegasta húsið í miðborg Reykjavíkur og er ein af þessum gulleignum í bænum – þetta fer í hæsta flokk, hiklaust,“ segir Sverrir. Ekkert ásett verð er á húsinu og Svana segir mismunandi verð hafa verið boðið í eignina auk þess sem sumir hafi vilja kaupa hluta hússins eða þá taka það á leigu. „Við vitum ekki hvað er raunhæft í verði.“ Sverrir segir ekki hægt að áætla verð á Laugvegi 31 út frá meðalverði á atvinnuhúsnæði í miðbænum. „En ef við tökum þetta hús þá er staðsetningin svo gríðarlega öflug. Þarna fara eflaust hundruð þúsunda útlendinga fram hjá á hverju ári. Við þekkjum sambærilega staði í miðborginni þar sem fermetraverð í götuhæð getur farið í allt að eina milljón króna,“ segir Sverrir. Miðað við þetta fer verðið á Laugavegi 31 sjálfsagt yfir 1.000 milljónir króna. Húsið var byggt árið 1945 og er 1.542 fermetrar. Það er fjórar hæðir og kjallari.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
„Ég hugsa að það megi segja að þetta sé eitt dýrasta skrifstofuhúsnæði á Íslandi,“ segir Svana Helen Björnsdóttir, fulltrúi í Kirkjuráði sem sett hefur Kirkjuhúsið á Laugvegi 31 á sölu. „Það hefur lengi verið rætt um að selja þetta hús, aðallega til þess að komast í húsnæði sem hentaði betur starfseminni á biskupsstofu. Húsið er á mörgum hæðum og nýtist illa. Neðsta hæðin er eiginlega bara eitt stórt anddyri þannig að nýtingin er ekki góð fyrir skrifstofustarfsemi. Svo er komin viðhaldsþörf,“ segir Svana.Svana Helen Björnsdóttir.Aðspurð segir Svana þjóðkirkjuna ekki hafa augastað á nýju húsnæði eða staðsetningu. „Við erum bara að athuga hvaða verð við gætum fengið fyrir húsið. Við höfum sett húsið á sölu en það er engin skuldbinding að selja. Við myndum gjarnan vilja komast í hentugra húsnæði og koma líka ýmsum öðrum þáttum kirkjunnar undir það sama þak. “ Húseigninni var reyndar sýndur mikill áhugi áður en hún var sett á sölu. „Það koma í hverjum mánuði, nánast í hverri viku, aðilar sem sýna húsinu áhuga – ekki bara fasteignasalar heldur aðilar sem vilja hreinlega kaupa húsið undir ýmiss konar verslunar- og þjónustustarfsemi,“ svarar Svana. Sverrir Kristinsson, fasteignasali hjá Eignamiðlun, segir nokkra nú þegar hafa spurt um húsið. Sverrir líkir Laugavegi 31 við Reykjavíkurapótek og Eimskipafélagshúsið en hann kom að sölu beggja þessara eigna á sínum tíma. „Þetta er eitt allra fallegasta húsið í miðborg Reykjavíkur og er ein af þessum gulleignum í bænum – þetta fer í hæsta flokk, hiklaust,“ segir Sverrir. Ekkert ásett verð er á húsinu og Svana segir mismunandi verð hafa verið boðið í eignina auk þess sem sumir hafi vilja kaupa hluta hússins eða þá taka það á leigu. „Við vitum ekki hvað er raunhæft í verði.“ Sverrir segir ekki hægt að áætla verð á Laugvegi 31 út frá meðalverði á atvinnuhúsnæði í miðbænum. „En ef við tökum þetta hús þá er staðsetningin svo gríðarlega öflug. Þarna fara eflaust hundruð þúsunda útlendinga fram hjá á hverju ári. Við þekkjum sambærilega staði í miðborginni þar sem fermetraverð í götuhæð getur farið í allt að eina milljón króna,“ segir Sverrir. Miðað við þetta fer verðið á Laugavegi 31 sjálfsagt yfir 1.000 milljónir króna. Húsið var byggt árið 1945 og er 1.542 fermetrar. Það er fjórar hæðir og kjallari.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira