Innlent

Erfitt að kveðja svo fallegt hús

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Húsið við Laugaveg 31 eða öðru nafni Kirkjuhúsið er komið á sölu. Kaupmaðurinn Marteinn Einarsson lét byggja húsið árið 1928.

Verslun hans var á tveimur hæðum og þótti fínt að það væru mátunarklefar og stigi í miðri versluninni. En útlit hússins breyttist nokkuð þegar Alþýðubankinn keypti það árið 1972. Verslunarrýmið var hólfað niður og málað yfir marmarann.

Ragnhildur Bragadóttir, skjalastjóri Biskupsstofu og sagnfræðingur, fór yfir sögu hússins og benti á íburði þess í innslaginu hér að ofan.

Einnig er rætt við Odd Einarsson, framkvæmdastjóra kirkjuráðs, um þá ákvörðun að selja húsið en hún kemur til vegna nauðsynjar, ekki vilja.


Tengdar fréttir

Laugavegur 31 gæti fært kirkjunni yfir milljarð

Laugavegur 31 hentar ekki fyrir starfsemi þjóðkirkjunnar og er til sölu. Áhugasamir kaupendur spyrja um húsið nánast í hverri viku segir fulltrúi í kirkjuráði sem kveður þó ekki öruggt að af sölunni verði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×