Kirkjuráði er full alvara með því að auglýsa Laugaveg 31 til sölu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. janúar 2017 07:00 Fréttablaðið sagði í gær frá fyrirhugaðri sölu þjóðkirkjunnar á Laugavegi 31. vísir/ernir Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs, segir ráðinu full alvara með að selja Laugaveg 31. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Oddi í kjölfar ummæla kirkjuráðskonunnar Svönu Helenar Björnsdóttur. „Við erum bara að athuga hvaða verð við gætum fengið fyrir húsið. Við höfum sett húsið á sölu en það er engin skuldbinding að selja,“ sagði Svana í Fréttablaðinu í gær. „Kirkjuráði er full alvara með að selja húsið en það verður auðvitað ekki gert nema ásættanleg tilboð berist frá traustum aðilum en kirkjumálasjóður, eigandi hússins, þarf að svara fyrir allar gjörðir sínar gagnvart Ríkisendurskoðun,“ segir Oddur sem vísar til samþykktar kirkjuráðs fyrir tveimur vikum og greinargerðar sem þá var lögð fram. Í henni kemur fram að tekjur kirkjumálasjóðs hafi dregist verulega saman. „Skýrar vísbendingar hafa komið fram um að markaðsverð eigna við þann hluta Laugavegar sem Kirkjuhúsið stendur við sé um þessar mundir allt að ein milljón króna fyrir hvern fermetra í verslunarrýmum og mjög hátt fyrir skrifstofuhúsnæði. Fjárbinding kirkjumálasjóðs í þessari eign sinni er því mjög mikil og full ástæða til að huga að því að losa um hana. Binda frekar fé sjóðsins í eignum sem nýtast í kirkjulegu starfi en leysa þörf fyrir skrifstofurými biskupsembættisins og tengdra aðila með minni tilkostnaði,“ segir í greinargerðinni. Þess má geta að allir kirkjuráðsmenn samþykktu að setja húsið á sölu nema forseti kirkjuráðs sem sat hjá. Forseti kirkjuráðs er Agnes Sigurðardóttir biskup. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs, segir ráðinu full alvara með að selja Laugaveg 31. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Oddi í kjölfar ummæla kirkjuráðskonunnar Svönu Helenar Björnsdóttur. „Við erum bara að athuga hvaða verð við gætum fengið fyrir húsið. Við höfum sett húsið á sölu en það er engin skuldbinding að selja,“ sagði Svana í Fréttablaðinu í gær. „Kirkjuráði er full alvara með að selja húsið en það verður auðvitað ekki gert nema ásættanleg tilboð berist frá traustum aðilum en kirkjumálasjóður, eigandi hússins, þarf að svara fyrir allar gjörðir sínar gagnvart Ríkisendurskoðun,“ segir Oddur sem vísar til samþykktar kirkjuráðs fyrir tveimur vikum og greinargerðar sem þá var lögð fram. Í henni kemur fram að tekjur kirkjumálasjóðs hafi dregist verulega saman. „Skýrar vísbendingar hafa komið fram um að markaðsverð eigna við þann hluta Laugavegar sem Kirkjuhúsið stendur við sé um þessar mundir allt að ein milljón króna fyrir hvern fermetra í verslunarrýmum og mjög hátt fyrir skrifstofuhúsnæði. Fjárbinding kirkjumálasjóðs í þessari eign sinni er því mjög mikil og full ástæða til að huga að því að losa um hana. Binda frekar fé sjóðsins í eignum sem nýtast í kirkjulegu starfi en leysa þörf fyrir skrifstofurými biskupsembættisins og tengdra aðila með minni tilkostnaði,“ segir í greinargerðinni. Þess má geta að allir kirkjuráðsmenn samþykktu að setja húsið á sölu nema forseti kirkjuráðs sem sat hjá. Forseti kirkjuráðs er Agnes Sigurðardóttir biskup. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira