Fótbolti

Alan McLoughlin er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Alan McLoughlin í búningi írska landsliðsins.
Alan McLoughlin í búningi írska landsliðsins. Getty

Írski knattspyrnumaðurinn Alan McLoughlin er látinn, 54 ára að aldri. Hann greindi frá því í mars síðastliðinn að hann glímdi við krabbamein.

McLoughlin fæddist í Manchester og spilaði lengst af með liði Portsmouth. Alls urðu leikirnir með Portsmouth rúmelga þrjú hundruð á árunum 1992 til 1999. Áður hafði hann spilað meðal annars með Swindon Town og Southampton.

McLoughlin spilaði sinn fyrsta landsleik með írska landsliðinu árið 1990 og urðu þeir alls 42 talsins áður en landsliðsskórnir fóru á hilluna. McLoughlin skoraði tvö landsliðsmörk á ferli sínum og var í leikmannahópi Íra bæði á HM 1990 og 1994.

McLoughlin er ef til vill best þekktur fyrir jöfnunarmark sitt fyrir írska landsliðið gegn Norður-Írum í undankeppni HM í Bandaríkjunum 1994 – mark sem tryggði Írum farseðilinn í lokakeppnina. Þar unnu þeir meðal annars leik gegn Ítölum, en duttu út fyrir Hollendingum í sextán liða úrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×