Innlent

Fimm greindust með Covid-19 í gær og einn var utan sóttkvíar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Vísir/Vilhelm

Fimm greindust með Covid-19 í gær og var einn utan sóttkvíar. 173 eru nú í einangrun og fimm liggja inni á sjúkrahúsi.

Þetta kemur fram á covid.is.

Alls hafa 6.491 greinst með Covid-19 innanlands frá 28. febrúar 2020 og 48.356 lokið sóttkví.

Einn greindist með virkt smit í fyrri skimun á landamærunum í gær. Þá var einn með mótefni en beðið er mótefnamælingar hjá tveimur. 

Samkvæmt tölum sem uppfærðar voru á síðunni í morgun eru 42.301 fullbólusettir og 73.146 hafa fengið fyrri skammt. Í dag verða sex þúsund manns bólusettir með bóluefninu frá Janssen og bætast þeir samstundis í hóp fullbólusettra, þar sem aðeins einn skammt þarf af efninu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×