Fótbolti

„Áhyggjufullur“ yfir heilsu Mbappe

Anton Ingi Leifsson skrifar
Verða Neymar og Mbappe ekki báðir inni á vellinum annað kvöld?
Verða Neymar og Mbappe ekki báðir inni á vellinum annað kvöld? EPA/YOAN VALAT

Óvíst er hvort að Kylian Mbappe, stórstjarna PSG, verði klár í slaginn er liðið mætir Manchester City í undanúrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld.

City vann fyrri leikinn í París 2-1 svo PSG verður að minnsta kosti að skora tvö mörk á Etihad leikvanginum annað kvöld.

Það gæti reynst erfitt og enn erfiðara án Mbappe sem hefur glímt við smávægileg meiðsli. Mauricio Pochettino, stjóri PSG, segir að æfing kvöldsins myndi gera útslagið.

„Mbappe æfir einn í kvöld og þá munum við finna út úr því hvort að hann verði klár,“ sagði Pochettino fyrir æfingu PSG í kvöld.

„Ég er áhyggjufullur en kvöldið í kvöld mun segja til um hvort að hann verði klár eða ekki.“

Hefst leikurinn annað kvöld klukkan 19.00 en upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.15.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.