„Brynjar, með fullri virðingu fyrir þér, sem talsmanni Samherja“ Jakob Bjarnar skrifar 3. maí 2021 11:21 Lögmennirnir Sveinn Andri og Brynjar eru á öndverðum meiði, einu sinni sem oftar, í málum sem tengjast Samherja og hvort mál yfirleitt tengist útgerðarfyrirtækinu yfirleitt. vísir/vilhelm Lögmennirnir Sveinn Andri Sveinsson og Brynjar Níelsson alþingismaður er komnir í hár saman vegna frétta sem tengjast, eða tengjast ekki eftir atvikum, Samherja. Frétt þess efnis að DNB hafi verið sektað um sex milljarða vegna Samherjamálsins hefur vakið mikla athygli. Sveinn Andri bendir á það í Facebook-færslu, þetta sé meðal annars fyrir slælega framfylgd laga um eftirlit með peningaþvætti, meðal annars í tengslum við viðskipti fyrirtækja í eigu Samherja við bankann. „Samherji hlýtur að svara þessu með myndbandi á YouTube,“ segir Sveinn Andri. Þingmaðurinn Brynjar er snöggur til svara og spyr: „Hvað hefur þetta með Samherja að gera?“ Í kjölfarið fylgja harkaleg orðaskipti. Sveinn spyr Brynjar hvort hann kunni ekki að lesa en Brynjar spyr á móti hvert brot Samherja sé? Vænir Brynjar um að ganga erinda Samherja Í fjörlegum umræðum er bent á að Samherji sé grunaður um að stunda peningaþvætti og DNB að tilkynna ekki millifærslur samherjafélags til félags í Dúbaí til fjármálaeftirlitsins í Noregi sem grunsamlegar millifærslur. Brynjar vill hins vegar benda Sveini á að svona málflutningur gangi ekki, Sveinn sé að afvegaleiða umræðuna. „Það er búið að fella niður rannsókn á meintu peningaþvætti í Noregi. Þetta mál FME í Noregi snýr að bankanum og starfsemi hans. Segir ekkert um möguleg brot Samherja.“ En Sveinn Andri gefur ekkert eftir og vænir Brynjar um að ganga erinda útgerðarfyrirtækisins: „Brynjar, með fullri virðingu fyrir þér, sem talsmanni Samherja, þá er ég að vísa til myndabandsþátta Samherja þar sem mikið var lagt upp úr því að DNB hefði verið hvítþveginn af ríkissaksóknara Noregs. Sá hins vegar vísaði málinu til norska fjármálaeftirlitsins. Sem nú hefur sektað bankann. Flestum ætti að giska alvarlegt að DNB sé sektaður um 6 milljarða fyrir m.a. að hafa ekki framfylgt lögum um peningaþvætti gagnvart Samherja.“ Óboðleg framsetning af lögmanni Brynjar lætur þessu ekki ósvarað. Segir þetta ekki boðlega framsetningu af lögmanni. „Rannsókn hefur farið fram á meintum skattsvikum og peningaþvætti Samherja. Hún var felld niður,“ segir Brynjar. Hann bætir því við að eftir hafi staðið rannsókn fjármálaeftirlitsins á starfsháttum bankans með tilkynningar um færslur. Bankinn viðurkenni að þar hafi pottur verið brotinn og greiði sekt. „Þetta hefur ekkert með Samherja að gera eða hugsanleg brot hans. Ég veit ekkert þetta myndband og minnist ekki þess að hafa séð það. Þú lætur kappið bera fegurðina ofurliði. Greinilega ekki verið alinn upp í Val.“ Alþingi Samherjaskjölin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir DNB sektað um sex milljarða vegna Samherjamálsins Norska fjármálaeftirlitið hefur sektað DNB-bankann um 400 milljónir norska króna, um sex milljarða íslenskra króna, vegna brota á reglum um peningaþvætti í tengslum við Samherjamálið. 3. maí 2021 10:21 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Frétt þess efnis að DNB hafi verið sektað um sex milljarða vegna Samherjamálsins hefur vakið mikla athygli. Sveinn Andri bendir á það í Facebook-færslu, þetta sé meðal annars fyrir slælega framfylgd laga um eftirlit með peningaþvætti, meðal annars í tengslum við viðskipti fyrirtækja í eigu Samherja við bankann. „Samherji hlýtur að svara þessu með myndbandi á YouTube,“ segir Sveinn Andri. Þingmaðurinn Brynjar er snöggur til svara og spyr: „Hvað hefur þetta með Samherja að gera?“ Í kjölfarið fylgja harkaleg orðaskipti. Sveinn spyr Brynjar hvort hann kunni ekki að lesa en Brynjar spyr á móti hvert brot Samherja sé? Vænir Brynjar um að ganga erinda Samherja Í fjörlegum umræðum er bent á að Samherji sé grunaður um að stunda peningaþvætti og DNB að tilkynna ekki millifærslur samherjafélags til félags í Dúbaí til fjármálaeftirlitsins í Noregi sem grunsamlegar millifærslur. Brynjar vill hins vegar benda Sveini á að svona málflutningur gangi ekki, Sveinn sé að afvegaleiða umræðuna. „Það er búið að fella niður rannsókn á meintu peningaþvætti í Noregi. Þetta mál FME í Noregi snýr að bankanum og starfsemi hans. Segir ekkert um möguleg brot Samherja.“ En Sveinn Andri gefur ekkert eftir og vænir Brynjar um að ganga erinda útgerðarfyrirtækisins: „Brynjar, með fullri virðingu fyrir þér, sem talsmanni Samherja, þá er ég að vísa til myndabandsþátta Samherja þar sem mikið var lagt upp úr því að DNB hefði verið hvítþveginn af ríkissaksóknara Noregs. Sá hins vegar vísaði málinu til norska fjármálaeftirlitsins. Sem nú hefur sektað bankann. Flestum ætti að giska alvarlegt að DNB sé sektaður um 6 milljarða fyrir m.a. að hafa ekki framfylgt lögum um peningaþvætti gagnvart Samherja.“ Óboðleg framsetning af lögmanni Brynjar lætur þessu ekki ósvarað. Segir þetta ekki boðlega framsetningu af lögmanni. „Rannsókn hefur farið fram á meintum skattsvikum og peningaþvætti Samherja. Hún var felld niður,“ segir Brynjar. Hann bætir því við að eftir hafi staðið rannsókn fjármálaeftirlitsins á starfsháttum bankans með tilkynningar um færslur. Bankinn viðurkenni að þar hafi pottur verið brotinn og greiði sekt. „Þetta hefur ekkert með Samherja að gera eða hugsanleg brot hans. Ég veit ekkert þetta myndband og minnist ekki þess að hafa séð það. Þú lætur kappið bera fegurðina ofurliði. Greinilega ekki verið alinn upp í Val.“
Alþingi Samherjaskjölin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir DNB sektað um sex milljarða vegna Samherjamálsins Norska fjármálaeftirlitið hefur sektað DNB-bankann um 400 milljónir norska króna, um sex milljarða íslenskra króna, vegna brota á reglum um peningaþvætti í tengslum við Samherjamálið. 3. maí 2021 10:21 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
DNB sektað um sex milljarða vegna Samherjamálsins Norska fjármálaeftirlitið hefur sektað DNB-bankann um 400 milljónir norska króna, um sex milljarða íslenskra króna, vegna brota á reglum um peningaþvætti í tengslum við Samherjamálið. 3. maí 2021 10:21