Þrír fórust þegar smyglbát hvolfdi við strendur San Diego Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2021 10:43 Að sögn björgunaraðila brotnaði báturinn í þúsund mola. AP/Denis Poroy Þrír fórust og tugir slösuðust þegar bátur hvolfdi og strandaði við strendur San Diego í Bandaríkjunum í morgun. Talið er að báturinn hafi verið notaður til að smygla farþegum til Bandaríkjanna. Hjálparbeiðni barst um klukkan 10:30 í gærmorgun að staðartíma eftir að fólk í landi sá bátinn hvolfa nærri Point Loma skaganum. Að sögn talsmanns björgunarsveitar San Diego var upprunalega talið að aðeins nokkrir hafi verið um borð í bátnum en þegar björgunaraðilar hafi komið á staðinn hafi komið í ljós að um tugi væri að ræða. Björgunarfólki tókst að draga sjö í land, þar á meðal þrjá sem voru látnir að sögn Rick Romero talsmanns sjóbjörgunarsveitar San Diego. Þá tókst að bjarga einum sem var í sjálfheldu við kletta á strandlengjunni en 22 tókst að komast sjálfir í land. Þrír fórust og 27 voru fluttir slasaðir á sjúkrahús í morgun.AP/Denis Poroy „Þegar við komum á vettvang var báturinn í molum,“ sagði Romero í samtali við fréttastofu AP í morgun. „Aðstæður voru mjög erfiðar: fimm til sex feta háar öldur, mikill vindur og kuldi.“ Alls 27 voru fluttir á sjúkrahús og voru þeir mismikið slasaðir. Einhverjir höfðu ofkælst að sögn Romeros. Flestir voru þó í það góðu ásigkomulagi að þeir gátu sjálfir gengið í sjúkrabílana sem biðu þeirra. Jeff Stephenson, starfsmaður landamæraeftirlits Bandaríkjanna, sagði í samtali við fréttamiðla vestanhafs að líklegast sé að um smyglbát hafi verið að ræða. Báturinn, sem var um 12 metra langur, sé þó stærri en þeir sem smyglhringir noti til að ferja fólk frá Mexíkó til Bandaríkjanna og ekki sé búið að komast að því hverrar þjóðar farþegarnir séu. Bandaríkin Flóttamenn Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Sjá meira
Hjálparbeiðni barst um klukkan 10:30 í gærmorgun að staðartíma eftir að fólk í landi sá bátinn hvolfa nærri Point Loma skaganum. Að sögn talsmanns björgunarsveitar San Diego var upprunalega talið að aðeins nokkrir hafi verið um borð í bátnum en þegar björgunaraðilar hafi komið á staðinn hafi komið í ljós að um tugi væri að ræða. Björgunarfólki tókst að draga sjö í land, þar á meðal þrjá sem voru látnir að sögn Rick Romero talsmanns sjóbjörgunarsveitar San Diego. Þá tókst að bjarga einum sem var í sjálfheldu við kletta á strandlengjunni en 22 tókst að komast sjálfir í land. Þrír fórust og 27 voru fluttir slasaðir á sjúkrahús í morgun.AP/Denis Poroy „Þegar við komum á vettvang var báturinn í molum,“ sagði Romero í samtali við fréttastofu AP í morgun. „Aðstæður voru mjög erfiðar: fimm til sex feta háar öldur, mikill vindur og kuldi.“ Alls 27 voru fluttir á sjúkrahús og voru þeir mismikið slasaðir. Einhverjir höfðu ofkælst að sögn Romeros. Flestir voru þó í það góðu ásigkomulagi að þeir gátu sjálfir gengið í sjúkrabílana sem biðu þeirra. Jeff Stephenson, starfsmaður landamæraeftirlits Bandaríkjanna, sagði í samtali við fréttamiðla vestanhafs að líklegast sé að um smyglbát hafi verið að ræða. Báturinn, sem var um 12 metra langur, sé þó stærri en þeir sem smyglhringir noti til að ferja fólk frá Mexíkó til Bandaríkjanna og ekki sé búið að komast að því hverrar þjóðar farþegarnir séu.
Bandaríkin Flóttamenn Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Sjá meira