Innlent

Tveir snarpir skjálftar vestur af Kleifarvatni í nótt

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Einar segir að sérfræðingar ætli að funda um stöðuna klukkan níu og þá verði væntanlega lagt mat á hvort stækka þurfi hættusvæðið í grennd við gosstöðvarnar í takt við þessa nýju hegðun gossins.
Einar segir að sérfræðingar ætli að funda um stöðuna klukkan níu og þá verði væntanlega lagt mat á hvort stækka þurfi hættusvæðið í grennd við gosstöðvarnar í takt við þessa nýju hegðun gossins. Vísir/Vilhelm

Tveir snarpir jarðskjálftar sem fundust vel á höfuðborgarsvæðinu riðu yfir vestur af Kleifarvatni í nótt.

Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að flest bendi til að um svokallaða gikkskjálfta hafi verið að ræða. Fyrri skjálftinn mældist 3,2 að stærð og um tuttugu mínútum síðar kom annar og sá var 2,8 stig. 

Einar segir að slíkir skjálftar hafi áður mælst hinum megin við kvikuganginn, nær Grindavík, en í þetta sinn er upptakasvæðið austan megin við eldstöðina. Þar hafa skjálftar mælst áður í tenglsum við eldsumbrotin. 

„Gosið sjálft heldur áfram með þessari kaflaskiptu virkni sem verið hefur undanfarinn sólarhring,“ segir Einar. „Þar sem hafa verið hlé á milli en svo kröftugir strókar. Við höfum fylgst með því á vefmyndavélunum í nótt en einnig bara hérna út um gluggann á Veðurstofunni þar sem við sjáum stærstu strókana vel.“

Einar segir að sérfræðingar ætli að funda um stöðuna klukkan níu og þá verði væntanlega lagt mat á hvort stækka þurfi hættusvæðið í grennd við gosstöðvarnar í takt við þessa nýju hegðun gossins. Svæðið næst gosstöðvunum var rýmt síðdegis í gær vegna gjóskufalls.   
Fleiri fréttir

Sjá meira


×