Erlent

Gætu þurft að halda í þekktar reglur þrátt fyrir af­léttingu tak­markana

Sylvía Hall skrifar
Þrátt fyrir áætlun stjórnvalda um afléttingu allra takmarkana í júní er ekki útilokað að grímur og fjarlægðartakmörk verði enn hluti af daglegu lífi.
Þrátt fyrir áætlun stjórnvalda um afléttingu allra takmarkana í júní er ekki útilokað að grímur og fjarlægðartakmörk verði enn hluti af daglegu lífi. Getty/Mike Kemp

Ekki er útilokað að fjarlægðartakmörk og grímunotkun verði enn í gildi sumsstaðar í Bretlandi þrátt fyrir að nær öllum takmörkunum verði aflétt innanlands. Utanríkisráðherra Bretlands segir engar ákvarðanir liggja fyrir í þessum efnum, en samkvæmt áætlun stjórnvalda er stefnt að allsherjar afléttingu þann 21. júní.

Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins þar sem haft er eftir Dominic Raab utanríkisráðherra að þjóðin væri í góðri stöðu til þess að endurheimta nær eðlilegt líf aftur. „En það þurfa að vera einhverjar varúðarreglur í gildi,“ sagði hann.

Vel hefur gengið í bólusetningum í Bretlandi og er stefnt að næstu tilslökunum þann 17. maí næstkomandi. Þá er útlit fyrir að veitingastaðir, krár og kaffihús megi þjóna fólki innandyra en sem stendur er það aðeins heimilt utandyra. Ferðalög milli landa eru einnig á dagskrá með sambærilegu kerfi og litakóðunarkerfið sem íslensk stjórnvöld hafa kynnt.

Ekki liggur fyrir hvort unglingar verði fái bóluefni gegn kórónuveirunni en Raab segir það vissulega í skoðun. Staðan sé þó þokkaleg eins og er, en allt velti á raunverulegri stöðu faraldursins hverju sinni og gögnin muni ráða för við ákvörðun um næstu skref.


Tengdar fréttir

Bólusettu túristarnir eru lentir

Flugvél full af bólusettum ferðamönnum frá Bandaríkjunum lenti á Keflavíkurflugvelli í morgun. Koma flugvélarinnar markar upphaf ferðamannasumarsins á Íslandi, að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×