Fótbolti

Dortmund fyrsta liðið til að skora fimm mörk í fyrri hálfleik

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leikmenn Dortmund fagna fjórða marki liðsins.
Leikmenn Dortmund fagna fjórða marki liðsins. Friedemann Vogel - Pool/Getty Images

Dortmund vann í gær 5-0 sigur gegn Holstein Kiel í undanúrslitum þýska bikarsins. Öll mörk leiksins voru skoruð í fyrri hálfleik.

Dortmund varð þar með fyrsta liðið til að skora fimm mörk í fyrri hálfleik í undanúrslitum þýska bikarsins. 

Giovanni Reyna kom Dortmund yfir á 16. mínútu eftir stoðsendingu frá Jadon Sancho. Hann var svo aftur á ferðinni sjö mínútum seinna þegar hann tvöfaldaði forystu heimamanna.

Marco Reus kom Dortmund í 3-0 á 26. mínútu eftir stoðsendingu frá Emre Can, áður en Thorgan Hazard breytti stöðunni í 4-0 á 32. mínútu.

Jadon Sancho lagði svo upp annað mark sitt fjórum mínútum fyrir hálfleik, en þar var á ferðinni Jude Bellingham.

Ekkert var skorað í seinni hálfleik og Dortmund því komnir í úrslit þýska bikarsins þar sem þeir mæta RB Leipzig sem sló út Werder Bremen eftir framlengingu.

Úrslitaleikurinn fer fram 13. maí á Ólympíuleikvangnum í Berlín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×