Vill sjá alþjóðaflugvöll á Geitasandi í Rangárvallasýslu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. maí 2021 13:04 Guðni Ragnarsson, flugmaður á Hvolsvelli og bóndi á Guðnastöðum í Austur Landeyjum í Rangárþingi eystra. Aðsend Atvinnuflugmaður á Hvolsvelli, sem er jafnframt bóndi í Landeyjunum vill sjá að alþjóðaflugvöllur verði byggður á Geitarstandi á milli Hellu og Hvolsvallar. Hann segir veðuraðstæður sérstaklega góðar á svæðinu fyrir flug, auk þess sem svæðið sé bara sandur og því auðvelt og ódýrt að byggja þar flugvöll. Guðni Ragnarsson, flugmaður vakti athygli á málinu í vikunni í grein í Dagskránni, Fréttablaði Suðurlands. Hann segir segir Geitasand besta stað landsins fyrir nýjan alþjóðaflugvöll á Íslandi. „Já, það vantar annan alþjóðaflugvöll á Íslandi og við í Rangárvallasýslu erum með eitt besta flugvallarstæði á landinu. Ég er að tala um á Geitasandi á milli Hvolsvallar og Hellu, það er mjög mikið landsvæði þarna, sem Landgræðslan á. Svæðið er ekki þéttbýlt heldur mjög strjálbýlt og væri auðvelt að byggja flugvöll á,“ segir Guðni. Guðni segir að það væri hægt að bjóða öllum flugfélögum að fljúga beint á flugvöllinn. „Já, þetta er hjarta ferðaþjónustunnar á Íslandi, það er Suðurland og geta lent í miðjunni á því, miðjum gullhringnum, það er náttúrlega mjög gott.“ Guðni segir að það sé ekki hægt að hugsa sér betri stað en Geitasand undir alþjóðaflugvöll. „það er svo staðvindarsamt þarna, engin fjöll nálægt og svo er þetta ekki sama veðursvæði og Keflavíkurflugvöllur. Þannig að þetta er ákjósanlegur varaflugvöllur fyrir hvorn annan og sparar náttúrulega mikið eldsneyti fyrir vélar.“ En er þetta raunhæf hugmynd að mat Guðna? „Já, ég held að þetta sé einn ákjósanlegasti staður til flugvallar, annar flugvöllur á Íslandi því við búum bæði vel að mannskap, bæði á Hellu og Hvolsvelli, sem eru mjög flott sveitarfélög og þessi staður er örugglega sá ódýrasti til að byggja flugvöll á því þarna er sandur og ætti að vera ódýrt og auðvelt að byggja flugvöll,“ segir Guðni. Rangárþing ytra Rangárþing eystra Fréttir af flugi Ferðalög Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Fleiri fréttir Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Sjá meira
Guðni Ragnarsson, flugmaður vakti athygli á málinu í vikunni í grein í Dagskránni, Fréttablaði Suðurlands. Hann segir segir Geitasand besta stað landsins fyrir nýjan alþjóðaflugvöll á Íslandi. „Já, það vantar annan alþjóðaflugvöll á Íslandi og við í Rangárvallasýslu erum með eitt besta flugvallarstæði á landinu. Ég er að tala um á Geitasandi á milli Hvolsvallar og Hellu, það er mjög mikið landsvæði þarna, sem Landgræðslan á. Svæðið er ekki þéttbýlt heldur mjög strjálbýlt og væri auðvelt að byggja flugvöll á,“ segir Guðni. Guðni segir að það væri hægt að bjóða öllum flugfélögum að fljúga beint á flugvöllinn. „Já, þetta er hjarta ferðaþjónustunnar á Íslandi, það er Suðurland og geta lent í miðjunni á því, miðjum gullhringnum, það er náttúrlega mjög gott.“ Guðni segir að það sé ekki hægt að hugsa sér betri stað en Geitasand undir alþjóðaflugvöll. „það er svo staðvindarsamt þarna, engin fjöll nálægt og svo er þetta ekki sama veðursvæði og Keflavíkurflugvöllur. Þannig að þetta er ákjósanlegur varaflugvöllur fyrir hvorn annan og sparar náttúrulega mikið eldsneyti fyrir vélar.“ En er þetta raunhæf hugmynd að mat Guðna? „Já, ég held að þetta sé einn ákjósanlegasti staður til flugvallar, annar flugvöllur á Íslandi því við búum bæði vel að mannskap, bæði á Hellu og Hvolsvelli, sem eru mjög flott sveitarfélög og þessi staður er örugglega sá ódýrasti til að byggja flugvöll á því þarna er sandur og ætti að vera ódýrt og auðvelt að byggja flugvöll,“ segir Guðni.
Rangárþing ytra Rangárþing eystra Fréttir af flugi Ferðalög Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Fleiri fréttir Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Sjá meira