„Eftirtektarverð“ fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. apríl 2021 19:30 Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig sex prósentustigum á milli kannana hjá MMR. Vísir/Ragnar Stjórnmálafræðingur segir eftirtektarvert hversu miklu fylgi Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt við sig frá því í byrjun mánaðar. Flokkurinn mældist síðast með sambærilegt fylgi við upphaf kórónuveirufaraldursins í fyrra. Þá virðist Sósíalistaflokkurinn kominn til að vera. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur flokka á Alþingi með tuttugu og átta komma sjö prósent fylgi í nýrri könnun MMR. Flokkurinn bætir mjög við sig frá því í síðustu könnun, eða sex prósentustigum. Fylgi Samfylkingar dalar en flokkurinn mælist nú með rúmlega ellefu prósenta fylgi og þá minnkar fylgi Pírata um tæp fjögur prósentustig milli kannanna. Sósíalistaflokkurinn tekur fram úr Miðflokknum og nær samkvæmt könnuninni sex prósenta fylgi - og þar með manni inn. Eva Heiða Önnudóttir.Vísir/skjáskot Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi síðast mælst með svipað fylgi í upphafi kórónuveirufaraldursins. Það sé eftirtektarvert hversu mikið flokkurinn bæti við sig milli kannana. „Mögulega er einhver ánægja með hvernig Sjálfstæðislfokkurinn hefur verið að standa sig í þessum hremmingum öllum,“ segir Eva. „En það er eftirtektarvert hvað hann hækkar núna mikið í þessari könnun MMR miðað við síðustu könnun. En svo geta alltaf komið kannanir sem sýna ekki alveg réttu myndina enda eru kannanir þess eðlis. Til þess að sjá þróunina verður maður eiginlega að sjá næstu könnun til að sjá hvort þetta sé undantekningin eða ekki.“ Þá geti verið að Sjálfstæðisflokkurinn sæki aukið fylgi sitt til flokka á borð við Miðflokksins, hvers fylgi lækkar enn samkvæmt nýju könnuninni, Framsóknarflokks og Viðreisnar. Sósíalistaflokkurinn sæki hins vegar sitt fylgi mögulega til óánægðra stuðningsmanna Vinstri grænna. „En hann er búinn að vera það lengi til staðar og það lengi með þetta í kringum fimm prósenta fylgi, þannig að þetta er flokkur sem virðist kominn til að vera.“ Alþingi Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur flokka á Alþingi með tuttugu og átta komma sjö prósent fylgi í nýrri könnun MMR. Flokkurinn bætir mjög við sig frá því í síðustu könnun, eða sex prósentustigum. Fylgi Samfylkingar dalar en flokkurinn mælist nú með rúmlega ellefu prósenta fylgi og þá minnkar fylgi Pírata um tæp fjögur prósentustig milli kannanna. Sósíalistaflokkurinn tekur fram úr Miðflokknum og nær samkvæmt könnuninni sex prósenta fylgi - og þar með manni inn. Eva Heiða Önnudóttir.Vísir/skjáskot Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi síðast mælst með svipað fylgi í upphafi kórónuveirufaraldursins. Það sé eftirtektarvert hversu mikið flokkurinn bæti við sig milli kannana. „Mögulega er einhver ánægja með hvernig Sjálfstæðislfokkurinn hefur verið að standa sig í þessum hremmingum öllum,“ segir Eva. „En það er eftirtektarvert hvað hann hækkar núna mikið í þessari könnun MMR miðað við síðustu könnun. En svo geta alltaf komið kannanir sem sýna ekki alveg réttu myndina enda eru kannanir þess eðlis. Til þess að sjá þróunina verður maður eiginlega að sjá næstu könnun til að sjá hvort þetta sé undantekningin eða ekki.“ Þá geti verið að Sjálfstæðisflokkurinn sæki aukið fylgi sitt til flokka á borð við Miðflokksins, hvers fylgi lækkar enn samkvæmt nýju könnuninni, Framsóknarflokks og Viðreisnar. Sósíalistaflokkurinn sæki hins vegar sitt fylgi mögulega til óánægðra stuðningsmanna Vinstri grænna. „En hann er búinn að vera það lengi til staðar og það lengi með þetta í kringum fimm prósenta fylgi, þannig að þetta er flokkur sem virðist kominn til að vera.“
Alþingi Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira