Búlgarar bendla Rússa við sprengingar þar í landi Samúel Karl Ólason skrifar 29. apríl 2021 15:05 Búlgarar eru reiðir yfir ummælum rússneskra embættismanna um að Búlgaría sé einhverskonar leppríki Evrópusambandsins. Getty/Artur Widak Utanríkisráðuneyti Búlgaríu tilkynnti í dag að ríkisstjórn landsins ætlaði að vísa einum rússneskum erindreka úr landi, til viðbótar við þá tvo sem voru reknir úr landi fyrir njósnir í síðasta mánuði. Þetta var tilkynnt eftir að ríkissaksóknari Búlgaríu tilkynnti í gær að verið væri að rannsaka fjórar sprengingar í vopnaverksmiðjum í landinu á árunum 2011 til 2020 og tilvik þar sem talið er að eitrað hafi verið fyrir þremur Búlgörum á undanförnum árum. Á blaðamannafundi í gær kom fram að tengsl hefðu fundist milli þessara atvika og Rússlands og grunur léki á að markmið sprenginganna hefði verið að koma í veg fyrir vopnasendingar til Úkraínu og Georgíu. Sofia Globe vitnar í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu þar sem segir að Ekaterina Zahaieva, utanríkisráðherra, hafi rætt ítarlega við sendiherra Rússlands í Búlgaríu í dag. Hún hafi gagnrýnt ummæli rússneskra embættismanna í rússneskum fjölmiðlum um að Búlgaría væri leppur Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins. Ráðherrann mun hafa sagt sendiherranum að þó Búlgaría væri í ESB og starfaði með NATO þýddi það ekki að Búlgaría væri einhverskonar leppríki. Yfirvöld Búlgaríu vinni eingöngu í hag Búlgara. Þá sagði hún sendiherranum að Rússar ættu að láta af aðgerðum sem færu gegn Vínarsamningin um milliríkjasamskipti. Sprengingarnar sagðar tengjast umdeildri sveit GRU Sprengingarnar sem eru til rannsóknar eru taldar tengjast sprengingu sem varð í Tékklandi árið 2014. Yfirvöld þar í landi vísuðu nýverið átján rússneskum erindrekum úr landi eftir að vísbendingar litu dagsins ljós sem tengja umdeilda sveit í leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) við sprenginguna. Sömu mennirnir og voru ákærðir fyrir að hafa eitrað fyrir rússneska njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans í Salisbury í Englandi árið 2018 eru sakaðir um að hafa komið að sprengingunni. Þeir eru taldir tilheyra sérstakri deild í GRU sem séð hefur um skemmdarverk og launmorð í Evrópu á undanförnum árum. Deildin kallast Unit 29155. Siyka Mileva, talskona ríkissaksóknara Búlgaríu, sagði í gær að rannsakendur teldu tengsl á milli áðurnefndra sprenginga og eitrunar vopnasalans Emilian Gebrev árið 2015, samkvæmt frétt DW. Gebrev átti vopnageymsluna sem sprakk í loft upp í Tékklandi árið 2014. Sönnunargögnin bendi til þess að markmiðið hafi verið að koma í veg fyrir vopnasendingar til Georgíu og Úkraínu og búið væri að bendla sex rússneska borgara við atvikin. Rússar hafa staðið í beinum og óbeinum átökum við Úkraínumenn frá 2014, þegar Rússland innlimaði Krímskaga af Úkraínu með herafli. Þá hefur einnig verið mikil spenna milli Rússlands og Georgíu frá því ríkin áttu í stuttu stríði árið 2008. Búlgaría Rússland Tékkland Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Þetta var tilkynnt eftir að ríkissaksóknari Búlgaríu tilkynnti í gær að verið væri að rannsaka fjórar sprengingar í vopnaverksmiðjum í landinu á árunum 2011 til 2020 og tilvik þar sem talið er að eitrað hafi verið fyrir þremur Búlgörum á undanförnum árum. Á blaðamannafundi í gær kom fram að tengsl hefðu fundist milli þessara atvika og Rússlands og grunur léki á að markmið sprenginganna hefði verið að koma í veg fyrir vopnasendingar til Úkraínu og Georgíu. Sofia Globe vitnar í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu þar sem segir að Ekaterina Zahaieva, utanríkisráðherra, hafi rætt ítarlega við sendiherra Rússlands í Búlgaríu í dag. Hún hafi gagnrýnt ummæli rússneskra embættismanna í rússneskum fjölmiðlum um að Búlgaría væri leppur Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins. Ráðherrann mun hafa sagt sendiherranum að þó Búlgaría væri í ESB og starfaði með NATO þýddi það ekki að Búlgaría væri einhverskonar leppríki. Yfirvöld Búlgaríu vinni eingöngu í hag Búlgara. Þá sagði hún sendiherranum að Rússar ættu að láta af aðgerðum sem færu gegn Vínarsamningin um milliríkjasamskipti. Sprengingarnar sagðar tengjast umdeildri sveit GRU Sprengingarnar sem eru til rannsóknar eru taldar tengjast sprengingu sem varð í Tékklandi árið 2014. Yfirvöld þar í landi vísuðu nýverið átján rússneskum erindrekum úr landi eftir að vísbendingar litu dagsins ljós sem tengja umdeilda sveit í leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) við sprenginguna. Sömu mennirnir og voru ákærðir fyrir að hafa eitrað fyrir rússneska njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans í Salisbury í Englandi árið 2018 eru sakaðir um að hafa komið að sprengingunni. Þeir eru taldir tilheyra sérstakri deild í GRU sem séð hefur um skemmdarverk og launmorð í Evrópu á undanförnum árum. Deildin kallast Unit 29155. Siyka Mileva, talskona ríkissaksóknara Búlgaríu, sagði í gær að rannsakendur teldu tengsl á milli áðurnefndra sprenginga og eitrunar vopnasalans Emilian Gebrev árið 2015, samkvæmt frétt DW. Gebrev átti vopnageymsluna sem sprakk í loft upp í Tékklandi árið 2014. Sönnunargögnin bendi til þess að markmiðið hafi verið að koma í veg fyrir vopnasendingar til Georgíu og Úkraínu og búið væri að bendla sex rússneska borgara við atvikin. Rússar hafa staðið í beinum og óbeinum átökum við Úkraínumenn frá 2014, þegar Rússland innlimaði Krímskaga af Úkraínu með herafli. Þá hefur einnig verið mikil spenna milli Rússlands og Georgíu frá því ríkin áttu í stuttu stríði árið 2008.
Búlgaría Rússland Tékkland Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira