Innlent

Unnið að því að ár­gangar sjái betur hve­nær megi eiga von á að fá boð í bólu­setningu

Atli Ísleifsson skrifar
Frá fjöldabólusetningu í Laugardalshöll fyrr í dag.
Frá fjöldabólusetningu í Laugardalshöll fyrr í dag. Vísir/Vilhelm

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra telur að það væri til bóta að uppfæra bólusetningardagatal yfirvalda á þann veg að ákveðnir árgangar sæju betur hvenær von væri á að þeir kæmust í bólusetningu. Hún segir málið til skoðunar.

Þetta sagði Svandís við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi þar sem hún kynnti afléttingaráætlun stjórnvalda.

„Sérstaklega nú þegar við erum komin á þennan seinni hluta bólusetningalotunnar. Dagatalið gerir ráð fyrir að við séum með niður í sextíu ára, það er þessi vika sem er nú yfirstandandi.

Svo erum við að ljúka við [fólk með undirliggjandi sjúkdóma], svo eru það kennararnir og svo félagslega viðkvæmir hópar. Svo er það hópur númer 10, sem er eiginlega allir hinir. Það er dáldið stór hópur, og ef við vinnum okkur niður þar eftir aldursbilinu þá væri betra að við gætum sagt tiltölulega, með nákvæmum hætti í hvaða viku fólk gæti átt von á að vera kallað í bólusetningu.“

Einhver slík uppfærsla á leiðinni?

„Já, við ætlum að skoða það.“

Að neðan má sjá bólusetningardagatal stjórnvalda eins og það lítur út núna. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.